Fótbolti

Aron fór á kostum í fyrsta leik með Tromsö

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Sigurðarson sló í gegn með Fjölni og byrjar vel hjá Tromsö.
Aron Sigurðarson sló í gegn með Fjölni og byrjar vel hjá Tromsö. vísir/valli
„Aron fór á kostum í fyrsta leiknum sem leikmaður Tromsö,“ er fyrirsögn á norsku vefsíðunni iTromsö.no þar sem fjallað er um frammistöðu Arons Sigurðarson í æfingaleik með Tromsö á móti sænska liðinu Hammarby.

Aron, sem spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum á móti Bandaríkjunum og skoraði, var keyptur til Tromsö í síðustu viku eftir að hafa heillað þjálfara og forráðamenn félagsins þegar hann fór út til æfinga hjá liðinu.

Fjölnismaðurinn fyrrverandi þótti standa sig vel á vinstri kantinum þar sem hann lagði upp nokkur færi fyrir félaga sína. Íslendingaliðið Hammarby hafði þó betur í leiknum.

„Við sáum hvað hann gat í vikunni sem hann æfði með okkur og því sóttumst við harðar á eftir honum en við gáfum út,“ segir Bård Flovik, þjálfari liðsins.

Framherjinn Lehne Olsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tromsö en hann naut þess að spila við hlið Arons. „Það var mjög auðvelt að spila með honum,“ sagði Olsen eftir 2-1 tapið. „Við spiluðum vel saman og vonandi getum við bara orðið betri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×