„Vonandi verður Schumacher með okkur á ný“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Michael Schumacher hefur verið í hugum margra undanfarin ár. Vísir/Getty Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti