Samtal um samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun