Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2016 15:13 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún. Stjórnmálavísir Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
„Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún.
Stjórnmálavísir Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira