Körfubolti

Súperstjörnurnar gáfu Kobe Bryant athyglisverðar gjafir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Vísir/Getty
Kobe Bryant er að kveðja NBA-deildina í körfubolta eftir þetta tímabil og hann lék um síðustu helgi síðasta Stjörnuleikinn sinn á ferlinum.

Kobe Bryant notaði tækifærið í Toronto, þar sem Stjörnuhelgin fór fram, og snæddi kvöldverð með nokkrum af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar. Það fór vel á með þeim enda bera allir sem þekkja til körfubolta mikla virðingu fyrir Kobe og afrekum hans.

ESPN segir frá nokkrum af þeim skemmtilegu gjöfum sem Kobe Bryant fékk frá súperstjörnum NBA-deildarinnar í tilefni þessara tímamóta.

Dwyane Wade kom sterkur inn enda sá hann það fyrir sér að Kobe hafi ekki mikið að gera eftir að körfuboltaferlinum lýkur.

Dwyane Wade gaf Kobe nefnilega ársáskrift af Netflix. Bryant ætti að geta byrjað strax að horfa í apríl þegar tímabilið klárast en lið hans Los Angeles Lakers er eitt lélegasta lið deildarinnar og langt frá því að komast í úrslitakeppnina.

Chris Paul gekk þó líklega lengst í stríðninni. Hann gaf Kobe göngustaf, lestrargleraugu, tannlím og stuðningssokka. Allt gjafir sem hæfa freka níræðum manni en ekki manni sem er bara 37 ára gamall. Kobe er samt orðinn gamall og lúinn í augum körfuboltáhugafólks.

Carmelo Anthony var flottur á því en hann gaf honum flösku af eðalvíninu Gaja Barbaresco og var örugglega að meina að líkt og Kobe Bryant sjálfur þá yrði það betra með aldrinum. Þessi vínflaska frá Melo var af 1996-árganginum að sjálfsögðu en þá kom Kobe inn í NBA-deildina.

Vísir/Getty
NBA

Tengdar fréttir

Þjálfarinn Kobe myndi drepa einhvern

Byron Scott, þjálfari LA Lakers, hefur ekki mikla trú á því að Kobe Bryant verði þjálfari þegar ferli hans lýkur næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×