Innlent

Búist við stormi og mikilli hálku í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Suðaustanhvassviðri eða -stormur í dag með rigningu eða slyddu og mikilli hálku á vegum.
Suðaustanhvassviðri eða -stormur í dag með rigningu eða slyddu og mikilli hálku á vegum. vísir/vilhelm
Búist er við suðaustanhvassviðri eða – stormi í dag með rigningu eða slyddu og mikilli hálku á vegum. Á morgun er búist við suðvestastanstormi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að búist sé við mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu síðdegis. Hvassast verði við austurströndina í kvöld þar sem vindhraði geti náð 28 metrum á sekúndu. Þá valdi hlýnandi veður ásamt rigningu ofan á svellbunka hálku og vegfarendur því beðnir um að fara varlega.

Á morgun snýst í suðvestanstorm með éljagangi og kólnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×