Nýtir öll verkfærin sem hún er búin að safna að sér í lífinu Sæunn Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:00 Margrét er alin upp í ferðamennsku og var farin að vinna sem leiðsögumaður tvítug á Mallorca. Vísir/Anton Brink „Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét. Fréttir af flugi Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
„Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét.
Fréttir af flugi Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira