Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 15:30 Heimsóknin á Hótel Adam var heldur betur forvitnileg. Vísir Umtalaðasta hótel Reykjavíkur og líklega landsins þessa dagana er Hótel Adam við Skólavörðustíg. Tilmæli til gesta um að neyta ekki vatns úr krana hefur vakið töluverða athygli. Ummæli gesta hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor eru að stórum hluta slæm. Facebook-síðu hótelsins var lokað á mánudag og tékkneskur bjór er til sölu á hótelinu sem ekki er fáanlegur annars staðar á landinu eftir því sem Vísir kemst næst. Þá er uppi grunur um að starfsfólk fái greitt undir lágmarkslaunum. Eigandi hótelsins og rekstraraðili, Ragnar Guðmundsson, bað fréttamann Vísis að senda sér fyrirspurnir á tölvupóstsformi síðastliðna helgi en ítrekuðum fyrirspurnum hefur ekki verið svarað. Í ljósi þess ákvað Vísis að bóka gistingu á Hótel Adam og skyggnast aðeins á bak við tjöldin og veita lesendum innsýn í reksturinn á Hótel Adam. Rétt er að taka fram að á engum tímapunkti villtu blaðamenn á sér heimildir eða fóru leynt með upptökur sem fylgja í þessari frétt. Sömuleiðis er rétt að taka fram að í sumum tilfellum voru aðstæður það spaugilegar að blaðamenn áttu erfitt með að halda aftur af hlátri sínum. Að neðan má sjá myndbandskynningu á heimsókn blaðamanns á Hótel Adam. Bókun herbergis, eða ekki Blaðamaður reyndi síðdegis þriðjudaginn 9. febrúar að bóka herbergi á Hóteli Adam. Sú bókun reyndist ekki eins auðveld og reiknað hafði verið með. Bæði sýndi dagatal á síðunni að öll herbergi væru uppbókuð fram eftir viku og sömuleiðis var í bókunarferlinu varað við óöryggi síðunnar þar sem gefa átti upp greiðslukortaupplýsingar. Lá því beinast við að slá á þráðinn og láta reyna á bókun símleiðis. Erlend rödd svaraði í símann og varð fljótt ljóst að viðkomandi var ekki sérstaklega sleipur í ensku. Eftir misskilning fram og tilbaka voru báðir með á nótunum að einnar nætur gisting væri á óskalistanum. Í ljósi þess hve illa hafði gengið að bóka voru skilaboðin einfaldlega þau að mæta á svæðið, sjöleytið væri fínn tími, því nóg væri af lausum herbergjum. Því var ekki um annað að ræða en að koma krökkunum í pössun, sækja tannburstann og drífa sig á hótelið að loknum vinnudegi. Innstungan má muna sinn fífil fegurri.Vísir Lykill númer 26 að herbergi 25 Gengið er inn á Hótel Adam frá Skólavörðustíg en inngangurinn er rétt neðan við Krambúðina, svo til efst í götunni. Þrír kuldalegir ferðamenn sátu í anddyrinu en þar eru á annan tug sæta við lítil borð þar sem fólk getur sest að snæðingi og meðal annars horft á sjónvarpið. Tónlistarmyndbönd á Bravó voru á skjánum. Afar viðkunnanleg erlend kona, líklega um þrítugt, var á vaktinni þegar blaðamann bar að garði. Sú kannaðist við að hafa spjallað við mig fyrr um daginn og sagði allt til reiðu. Blaðamaður rak strax augun í bjórkassa með tékkneskum bjór fyrir innan afgreiðsluborðið. Í framhaldinu kom í ljós að afgreiðslukonan var frá Tékklandi en eigandinn Ragnar mun einmitt vera í Tékklandi um þessar mundir. Níu þúsund krónur var gjaldið fyrir eins manns herbergi í eina nótt sem er líklega nokkuð sanngjarnt verð, almennt séð, fyrir næturgistingu í hjarta borgarinnar. Afgreiðsludaman náði í lykla en sú einkennilega staða kom upp að lykillinn var merktur herbergi 26. Skilaboðin voru þó þau að lykillinn gengi að herbergi númer 25. Sérstakt en svo sem ekkert vandamál. Þá spurði sú tékkneska hvort það væri nokkuð mál þótt ég deildi baðherbergi með tveimur öðrum herbergjum á hótelinu. Ég setti það ekki fyrir mig enda gist víða í gegnum tíðina, til dæmis á lestarstöðvum og hostelum með kynlífsherbergjum og grasreykingaherbergjum. Sú saga bíður betri tíma. Engar vatnsflöskur Í framhaldinu var haldið upp á herbergi en þau munu vera í kringum fjörutíu. Langflest eru á þremur hæðum í húsinu sem stendur við Skólavörðustíg en þá eru einnig herbergi í bakhúsi sem snýr að Lokastíg. Gengið er út í port og svo aftur inn á hótelið. Þar blasa við tvö skilti sem minna á að Hótel Adam er þriggja stjörnu hótel. Stjórnin er líka sjö manna band. Gosvél er á jarðhæðinni en herbergi blaðamanns var á annarri hæð. Viti menn, lykill númer 26 gekk að herbergi númer 25. Óhætt er að segja að herbergið hafi verið nokkuð látlaust. Langur gangur inn í örlítið stærra rými þar sem var að finna rúm fyrir einn, skrifborð, rafmagnsofn og lítinn ísskáp. Engan síma eða sjónvarp var að finna á svæðinu enda varla pláss fyrir það síðarnefnda. Forvitnin beindist strax að ísskápnum og hvort þar væri að finna átappaðar og umdeildar vatnsflöskur sem verið hafa til umfjöllunar að undanförnu. Ekkert vatn var í ísskápnum en þar voru þó fjórir litlir Bríó bjórar í dós. Verðskráin var í plastumslagi inni í ísskápnum og samkvæmt henni ætti að vera að finna bjór og vatnsflöskur auk rauðvíns og hvítvíns í ísskápnum. Uppsett verð á vatnsflösku var einmitt 400 krónur, bjórinn var á 1000 krónur og rautt og hvítt á 1200 krónur. Reykskynjari með latexhanska. Símaskrá frá 2012 og klósettrúlla Það sem vakti mesta athygli inni á herberginu var líklega skrifborðið sem er pínulítið timburskrifborð og stóll. Á borðinu var að finna hótun um 200 Evru sekt ef þú reyktir í herberginu, ég þakka fyrir skiltið enda engin reykingalykt í herberginu, og þá voru auglýsingabæklingar frá ferðamannafyrirtækjum og bílaleigum. Á hillum undir skrifborðinu voru tveir áhugaverðir hlutir. Annars vegar símaskrá frá því herrans ári 2012 og ein klósettpappírsrúlla. Ekkert klósett var á herberginu og tilgangur klósettpappírsins á að giska sá að geta þurrkað upp bleytu, til að snýta sér eða guð má vita hvað. Það skaðaði ekki að hafa hana þarna þótt hún hafi ekki verið notuð þessa nóttina. Ein innstungan vakti athygli en það var aðalinnstungan í herberginu. Sú var af gamla skólanum og bar þess merki að einhvern tímann hafði komið skammhlaup eða álíka. Brunamerki á innstungunni voru því til staðfestingar. Innstungan var um hálfan metra fyrir ofan rúmið sem var kannski ekki sérstaklega traustvekjandi. Við dyrnar voru svo sjö herðatré, nokkuð hátt uppi og í þröngu rými, og þar fyrir neðan ruslafata. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ruslafatan var notuð málningafata sem má segja að sé alveg sjálfsagt að endurnýta enda eflaust flestum slétt sama hvernig ruslafötur eru á hótelum. Það hlýtur þó að teljast nokkuð einstakt og jafnvel frumlegt, auk þess umhverfisvænt, að þriggja stjörnu hótel noti notaðar málningafötur sem ruslatunnur. Að neðan má sjá myndband úr herberginu sem blaðamaður bókaði þar sem sjá má það sem fyrir augu bar. Vandamál með sturtuna Næst á dagskrá var sameiginlega baðherbergið sem var ská á móti herbergi 25. Þar var að finna baðkar með sturtu, stóran spegil, vask og nokkrar plötur. Til að fara í sturtu þurfi að setja sturtuhausinn á þar til gerða slá með festingu en því miður var festingin brotin svo ekki tókst blaðamanni að festa sturtuhausinn þrátt fyrir að hafa töluverða reynslu á sviðinu. Í skápnum undir vaskinum var að finna ruslafötu og viti menn; aftur var unnið með notaða málningafötu. Skemmtilegt þema í gangi. Þar var einnig stutt plaströr sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða tilgangi þjónar. Það kryddaði upp á baðherbergið að þar var að finna þrjár litlar pottaplöntur og spegillinn var stór, beint fyrir framan baðið svo auðvelt yrði að virða sjálfan sig vel fyrir sér að lokinni morgunsturtu daginn eftir. Á speglinum við vaskinn var að finna skilaboð til hótelgesta til að minna þá á að vernda umhverfið. Svo mörg handklæði væru þvegin á hverjum degi á hótelum um allan heim. Því ætti að takmarka þvott á handklæðum með því að hengja upp handklæði sem hægt væri að nota aftur. Þyrfti nýtt handklæði ætti að skilja þau óhreinu eftir í baðinu eða á gólfinu. Eitt sameiginlegt handklæði var þó að finna á slánni í baðherberginu. Blaðamaður gekk út frá því að það hafi verið sameiginlegt þar sem það virkaði ónotað. Það kom sér vel síðar um kvöldið þegar þurfti að þurrka sér eftir handþvott. Að neðan má sjá skoðun blaðamanns á baðherberginu sem hafði upp á ýmislegt að bjóða. Dan kökur með rjóma Meðal þess sem boðið er upp á á Hótel Adam er tékkneskur bjór en Tékkar hafa verið frægir fyrir bjórgerð í gegnum árin. Var því ekki úr vegi að nota tækifærið og smakka þá sem í boði voru. Auk Budweiser voru þrjár framandi tegundir til sölu en ein reyndist reyndar uppseld. Þessir tveir, annar tékkneskur og hinn pólskur, voru ágætir bjórar sem runnu ágætlega niður. Þá voru pantaðar tvær kökusneiðar sem voru ekki alveg á pari við bjórana. Annars vegar skúffukökusneið og hins vegar gulrótarkökusneið. Kökusneiðarnar voru í minni kantinum og geymdar í kæli. Var líklega um að ræða svonefndar Dan kökur (Dan cake) sem eru fáanlegar í flestum verslunum landsins og renna seint út. Rjóminn var borin fram með kökunum með kanildropum en þrátt fyrir að blaðamenn séu báðir miklir kökuaðdáendur, og kláruðu að sjálfsögðu sneiðarnar litlu, gerðu þær ekki mikla lukku. Í Krambúðinni síðar um kvöldið kom í ljós hvar allar líkur eru á að kökurnar hafi verið keyptar. Í það minnsta fékkst staðfest að um Dan kökur eru að ræða sem eru til sölu á hótelinu. Kökurnar endast í tíu vikur frá framleiðsludegi. Að neðan má sjá myndband af því þegar bjórinn og kökurnar voru smakkaðar. Smá vandamál með vatnsflöskurnar Að lokinni bjórdrykkju ákvað blaðamaður að gera tilraun til að fjárfesta í vatnsflöskum, hinum einu og sönnu 400 krónu vatnsflöskum. Engar slíkar var að finna á hótelherberginu og ekki óeðlilegt að gestur, þótt hann sé íslenskur, spyrjist fyrir um vatnsflösku á herbergi þar sem engan krana er að finna. „Það er smá vandamál með það. Drekktu úr krananum, það er allt í lagi. Ég drekk úr krananum,” sagði hin geðuga tékkneska afgreiðslukona við fyrirspurn um vatnsflöskur. Greinilega ekkert vatn lengur til sölu og heimsókn á sameiginlega baðherbergið leiðin til að fá sér vatnssopa. Ekki hjálpaði að engin glös voru á hótelherberginu. Reykskynjari með latexhanska Eftir vapp um miðbæinn með viðkomu á Kalda bar var komið að því að skella sér upp á herbergi, byrja að skrifa um ævintýri kvöldsins áður en höfði yrði hallað. Áður en að því kom rak blaðamaður augun í einkennilega sjón. Á ganginum á 2. hæð var að finna reykskynjara. Einnig var reykskynjari í herberginu sem er mjög gott. Á reykskynjaranum á ganginum var hins vegar að finna latexhanska sem hékk neðan úr reykskynjaranum. Hvaða tilgangi hann þjónaði er spurning sem undirritaður ætlar ekki einu sinni að gera tilraun til þess að svara. Á herberginu kom vel í ljós hve miðsvæðis hótelið er. Vel heyrðist í erlendum ferðamönnum á leið heim af skrallinu á milli þess sem ísskápurinn lét í sér heyra. Full vinna að halda Bríó bjórnum köldum. Blaðamaður uppgötvaði sér til skelfingar að hann hafði ekki fengið í hendur lykilorð að þráðlausa netinu sem gestum stendur til boða á hótelinu. Engar upplýsingar um það var að finna á herberginu. Netnotkunin inn í nóttina var því á 3G en ekki bætti úr skák að hótelið virðist vera á nokkuð gráum bletti þegar kemur að 3G sambandi. Þá var nokkuð þunnt á milli veggja þannig að einstaka hljóð heyrðust en frekar fáir gestir virtust vera á hótelinu þannig að ekki voru lætin mikil. Hósti og ræskingar áttu þó greiða leið í eyru blaðamanns þar sem hann lá á rúminu. Rétt fyrir klukkan tvö, þegar hér var komið við sögu við skrif, var farið að sofa. Morgunverðurinn fyrir 1200 krónur.Vísir/KTD Sjampóið horfið Svefninn var ekki jafngóður og allajafna hjá undirrituðum en ómögulegt að segja hverju var um að kenna. Eftir að hafa sofnað rétt upp úr klukkan tvö vaknaði blaðamaður um fjögurleytið og var svefninn mjög óstöðugur þangað til 7:45 þegar vekjaraklukkann hringdi. Rúmið reyndist veita frekar lítinn stuðning og fann maður vel fyrir gormunum í dýnunni. Hins vegar var merkilega hljóðlátt um nóttina þrátt fyrir að glugginn sneri út að Skólavörðustíg, veggir væru þunnir og glerið einfalt. Morgunmatur var borinn fram á milli átta og tíu og því best að skella sér í sturtu fyrir næringu. Mér til mikillar skelfingar var úrvalið af sjampói orðið ansi hreint lítið, reyndar ekki neitt. Sjampóflöskurnar þrjár sem voru á baðherberginu kvöldið áður voru horfnar. Eins og fram hefur komið var festingin fyrir sturtuna brotin og úr varð því einhver misheppnaðasta sturtuferð undirritaðs. Halda þurfti á sturtuhausnum og í raun var aðeins um skolun að ræða, enga hreinsun. Handklæðið af herberginu kom sér reyndar vel þegar þurfti að þurrka sér. „Sameiginlega handklæðið“ sem líklega einhver hótelgestur hafði bara gleymt, eins og í tilfelli sjampósins, var komið á gólfið og þangað fór mitt líka. Var þar fylgt eftir áðurnefndum leiðbeiningum á spegil baðherbergisins. Kalt brauð og óþekkt jógúrt Blaðamaður var mættur niður í morgunmat korter yfir átta. Nýr starfsmaður var mættur á vaktina, ekki nándar nærri jafnhress og daman frá kvöldinu áður. Aðspurður um morgunmat benti hann á borð þar sem eftirfarandi hluti var að finna: Ostasneiðar, skinkusneiðar, litla tómata, niðurskorna gúrku og líklega fimm jógúrtir sem ég hef aldrei séð áður. Þar var líka safi og kaffi. Ekkert brauð var á svæðinu til að setja áleggin á og sömuleiðis vakti athygli blaðamanns að enginn annar gestur var að snæða morgunmat. Nokkrir gestir biðu eftir því að verða sóttir í dagsferðir og aðrir með ferðatöskurnar á heimleið. Enginn virkaði sérstaklega hress en það getur skrifast á tíma dagsins. Starfsmaðurinn henti niðurskornum brauðhleif á bakka og bar fram. Brauðið var ískalt þannig að ekkert annað í stöðunni en að skella því í ristina. Ekkert smjör var í boði en blaðamaður fór „all in“. Brauð með osti, skinku og gúrku með tómötum „on the side“. Djúsglas og ein jógúrt. Fyrri brauðsneiðinn var svo sem allt í lagi en safinn var frekar volgur og mögulega sá versti sem undirritaður hefur drukkið. Jógúrtin átti sama afmælisdag og sá sem smakkaði hana en henni var pakkað 27. júlí síðastliðið sumar. Nóg var af rotvarnarefnum enda hún hæf til neyslu til 26. apríl. Hún var hins vegar ekki góð. Blaðamaður skildi því eftir hálfa seinni brauðsneiðina, því sem næst ósnerta jógúrt og rúmlega hálffullt djúsglas. Er líklega í fyrsta skipti sem afgangur verður af morgunverði blaðamanns og var hann þó enn svangur. Kalt cappuccino Breskir ferðamenn, par líklega á sextugsaldri, sem biðu eftir að verða sóttir í jöklaferð voru forvitnir að vita hvernig morgunverðurinn hefði verið. Sögðust þeir sjálfir hafa pantað sér cappuccino í móttökunni deginum fyrr. Þúsund krónur fyrir tvo kaffibolla sem var hvorki heitt né gott á bragðið. Sögðust þau þá hafa tekið þá ákvörðun kaupa ekki fleiri veitingar á hótelinu. Upplifun þeirra af hótelinu var heldur ekki sérstök, engin sérstök ánægja með herbergin en verðið væri vissulega ekki sérstaklega hátt. Þau litu aðeins á hótelið sem þak yfir höfuðið og stefndu á að dvelja þar sem minnst. Þau höfðu þó áhyggjur af því að þau vissu ekkert hvert þau gætu farið og fengið sér að borða. Þau væru fyrir einfaldan mat og vildu helst franskar kartöflur! Friðrik Dór og félagar á Reykjavík Chips eiga að öllum líkindum von á þeim í öll mál næstu daga enda vissi blaðamaður ekki um aðra staði sem sérhæfa sig í frönskum. Þá var ekkert eftir að gera nema að skila lyklunum, greiða 1200 krónur fyrir morgunverðinn og þakka fyrir sig. Sannarlega forvitnileg dvöl á forvitnilegu hóteli. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Umtalaðasta hótel Reykjavíkur og líklega landsins þessa dagana er Hótel Adam við Skólavörðustíg. Tilmæli til gesta um að neyta ekki vatns úr krana hefur vakið töluverða athygli. Ummæli gesta hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor eru að stórum hluta slæm. Facebook-síðu hótelsins var lokað á mánudag og tékkneskur bjór er til sölu á hótelinu sem ekki er fáanlegur annars staðar á landinu eftir því sem Vísir kemst næst. Þá er uppi grunur um að starfsfólk fái greitt undir lágmarkslaunum. Eigandi hótelsins og rekstraraðili, Ragnar Guðmundsson, bað fréttamann Vísis að senda sér fyrirspurnir á tölvupóstsformi síðastliðna helgi en ítrekuðum fyrirspurnum hefur ekki verið svarað. Í ljósi þess ákvað Vísis að bóka gistingu á Hótel Adam og skyggnast aðeins á bak við tjöldin og veita lesendum innsýn í reksturinn á Hótel Adam. Rétt er að taka fram að á engum tímapunkti villtu blaðamenn á sér heimildir eða fóru leynt með upptökur sem fylgja í þessari frétt. Sömuleiðis er rétt að taka fram að í sumum tilfellum voru aðstæður það spaugilegar að blaðamenn áttu erfitt með að halda aftur af hlátri sínum. Að neðan má sjá myndbandskynningu á heimsókn blaðamanns á Hótel Adam. Bókun herbergis, eða ekki Blaðamaður reyndi síðdegis þriðjudaginn 9. febrúar að bóka herbergi á Hóteli Adam. Sú bókun reyndist ekki eins auðveld og reiknað hafði verið með. Bæði sýndi dagatal á síðunni að öll herbergi væru uppbókuð fram eftir viku og sömuleiðis var í bókunarferlinu varað við óöryggi síðunnar þar sem gefa átti upp greiðslukortaupplýsingar. Lá því beinast við að slá á þráðinn og láta reyna á bókun símleiðis. Erlend rödd svaraði í símann og varð fljótt ljóst að viðkomandi var ekki sérstaklega sleipur í ensku. Eftir misskilning fram og tilbaka voru báðir með á nótunum að einnar nætur gisting væri á óskalistanum. Í ljósi þess hve illa hafði gengið að bóka voru skilaboðin einfaldlega þau að mæta á svæðið, sjöleytið væri fínn tími, því nóg væri af lausum herbergjum. Því var ekki um annað að ræða en að koma krökkunum í pössun, sækja tannburstann og drífa sig á hótelið að loknum vinnudegi. Innstungan má muna sinn fífil fegurri.Vísir Lykill númer 26 að herbergi 25 Gengið er inn á Hótel Adam frá Skólavörðustíg en inngangurinn er rétt neðan við Krambúðina, svo til efst í götunni. Þrír kuldalegir ferðamenn sátu í anddyrinu en þar eru á annan tug sæta við lítil borð þar sem fólk getur sest að snæðingi og meðal annars horft á sjónvarpið. Tónlistarmyndbönd á Bravó voru á skjánum. Afar viðkunnanleg erlend kona, líklega um þrítugt, var á vaktinni þegar blaðamann bar að garði. Sú kannaðist við að hafa spjallað við mig fyrr um daginn og sagði allt til reiðu. Blaðamaður rak strax augun í bjórkassa með tékkneskum bjór fyrir innan afgreiðsluborðið. Í framhaldinu kom í ljós að afgreiðslukonan var frá Tékklandi en eigandinn Ragnar mun einmitt vera í Tékklandi um þessar mundir. Níu þúsund krónur var gjaldið fyrir eins manns herbergi í eina nótt sem er líklega nokkuð sanngjarnt verð, almennt séð, fyrir næturgistingu í hjarta borgarinnar. Afgreiðsludaman náði í lykla en sú einkennilega staða kom upp að lykillinn var merktur herbergi 26. Skilaboðin voru þó þau að lykillinn gengi að herbergi númer 25. Sérstakt en svo sem ekkert vandamál. Þá spurði sú tékkneska hvort það væri nokkuð mál þótt ég deildi baðherbergi með tveimur öðrum herbergjum á hótelinu. Ég setti það ekki fyrir mig enda gist víða í gegnum tíðina, til dæmis á lestarstöðvum og hostelum með kynlífsherbergjum og grasreykingaherbergjum. Sú saga bíður betri tíma. Engar vatnsflöskur Í framhaldinu var haldið upp á herbergi en þau munu vera í kringum fjörutíu. Langflest eru á þremur hæðum í húsinu sem stendur við Skólavörðustíg en þá eru einnig herbergi í bakhúsi sem snýr að Lokastíg. Gengið er út í port og svo aftur inn á hótelið. Þar blasa við tvö skilti sem minna á að Hótel Adam er þriggja stjörnu hótel. Stjórnin er líka sjö manna band. Gosvél er á jarðhæðinni en herbergi blaðamanns var á annarri hæð. Viti menn, lykill númer 26 gekk að herbergi númer 25. Óhætt er að segja að herbergið hafi verið nokkuð látlaust. Langur gangur inn í örlítið stærra rými þar sem var að finna rúm fyrir einn, skrifborð, rafmagnsofn og lítinn ísskáp. Engan síma eða sjónvarp var að finna á svæðinu enda varla pláss fyrir það síðarnefnda. Forvitnin beindist strax að ísskápnum og hvort þar væri að finna átappaðar og umdeildar vatnsflöskur sem verið hafa til umfjöllunar að undanförnu. Ekkert vatn var í ísskápnum en þar voru þó fjórir litlir Bríó bjórar í dós. Verðskráin var í plastumslagi inni í ísskápnum og samkvæmt henni ætti að vera að finna bjór og vatnsflöskur auk rauðvíns og hvítvíns í ísskápnum. Uppsett verð á vatnsflösku var einmitt 400 krónur, bjórinn var á 1000 krónur og rautt og hvítt á 1200 krónur. Reykskynjari með latexhanska. Símaskrá frá 2012 og klósettrúlla Það sem vakti mesta athygli inni á herberginu var líklega skrifborðið sem er pínulítið timburskrifborð og stóll. Á borðinu var að finna hótun um 200 Evru sekt ef þú reyktir í herberginu, ég þakka fyrir skiltið enda engin reykingalykt í herberginu, og þá voru auglýsingabæklingar frá ferðamannafyrirtækjum og bílaleigum. Á hillum undir skrifborðinu voru tveir áhugaverðir hlutir. Annars vegar símaskrá frá því herrans ári 2012 og ein klósettpappírsrúlla. Ekkert klósett var á herberginu og tilgangur klósettpappírsins á að giska sá að geta þurrkað upp bleytu, til að snýta sér eða guð má vita hvað. Það skaðaði ekki að hafa hana þarna þótt hún hafi ekki verið notuð þessa nóttina. Ein innstungan vakti athygli en það var aðalinnstungan í herberginu. Sú var af gamla skólanum og bar þess merki að einhvern tímann hafði komið skammhlaup eða álíka. Brunamerki á innstungunni voru því til staðfestingar. Innstungan var um hálfan metra fyrir ofan rúmið sem var kannski ekki sérstaklega traustvekjandi. Við dyrnar voru svo sjö herðatré, nokkuð hátt uppi og í þröngu rými, og þar fyrir neðan ruslafata. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ruslafatan var notuð málningafata sem má segja að sé alveg sjálfsagt að endurnýta enda eflaust flestum slétt sama hvernig ruslafötur eru á hótelum. Það hlýtur þó að teljast nokkuð einstakt og jafnvel frumlegt, auk þess umhverfisvænt, að þriggja stjörnu hótel noti notaðar málningafötur sem ruslatunnur. Að neðan má sjá myndband úr herberginu sem blaðamaður bókaði þar sem sjá má það sem fyrir augu bar. Vandamál með sturtuna Næst á dagskrá var sameiginlega baðherbergið sem var ská á móti herbergi 25. Þar var að finna baðkar með sturtu, stóran spegil, vask og nokkrar plötur. Til að fara í sturtu þurfi að setja sturtuhausinn á þar til gerða slá með festingu en því miður var festingin brotin svo ekki tókst blaðamanni að festa sturtuhausinn þrátt fyrir að hafa töluverða reynslu á sviðinu. Í skápnum undir vaskinum var að finna ruslafötu og viti menn; aftur var unnið með notaða málningafötu. Skemmtilegt þema í gangi. Þar var einnig stutt plaströr sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða tilgangi þjónar. Það kryddaði upp á baðherbergið að þar var að finna þrjár litlar pottaplöntur og spegillinn var stór, beint fyrir framan baðið svo auðvelt yrði að virða sjálfan sig vel fyrir sér að lokinni morgunsturtu daginn eftir. Á speglinum við vaskinn var að finna skilaboð til hótelgesta til að minna þá á að vernda umhverfið. Svo mörg handklæði væru þvegin á hverjum degi á hótelum um allan heim. Því ætti að takmarka þvott á handklæðum með því að hengja upp handklæði sem hægt væri að nota aftur. Þyrfti nýtt handklæði ætti að skilja þau óhreinu eftir í baðinu eða á gólfinu. Eitt sameiginlegt handklæði var þó að finna á slánni í baðherberginu. Blaðamaður gekk út frá því að það hafi verið sameiginlegt þar sem það virkaði ónotað. Það kom sér vel síðar um kvöldið þegar þurfti að þurrka sér eftir handþvott. Að neðan má sjá skoðun blaðamanns á baðherberginu sem hafði upp á ýmislegt að bjóða. Dan kökur með rjóma Meðal þess sem boðið er upp á á Hótel Adam er tékkneskur bjór en Tékkar hafa verið frægir fyrir bjórgerð í gegnum árin. Var því ekki úr vegi að nota tækifærið og smakka þá sem í boði voru. Auk Budweiser voru þrjár framandi tegundir til sölu en ein reyndist reyndar uppseld. Þessir tveir, annar tékkneskur og hinn pólskur, voru ágætir bjórar sem runnu ágætlega niður. Þá voru pantaðar tvær kökusneiðar sem voru ekki alveg á pari við bjórana. Annars vegar skúffukökusneið og hins vegar gulrótarkökusneið. Kökusneiðarnar voru í minni kantinum og geymdar í kæli. Var líklega um að ræða svonefndar Dan kökur (Dan cake) sem eru fáanlegar í flestum verslunum landsins og renna seint út. Rjóminn var borin fram með kökunum með kanildropum en þrátt fyrir að blaðamenn séu báðir miklir kökuaðdáendur, og kláruðu að sjálfsögðu sneiðarnar litlu, gerðu þær ekki mikla lukku. Í Krambúðinni síðar um kvöldið kom í ljós hvar allar líkur eru á að kökurnar hafi verið keyptar. Í það minnsta fékkst staðfest að um Dan kökur eru að ræða sem eru til sölu á hótelinu. Kökurnar endast í tíu vikur frá framleiðsludegi. Að neðan má sjá myndband af því þegar bjórinn og kökurnar voru smakkaðar. Smá vandamál með vatnsflöskurnar Að lokinni bjórdrykkju ákvað blaðamaður að gera tilraun til að fjárfesta í vatnsflöskum, hinum einu og sönnu 400 krónu vatnsflöskum. Engar slíkar var að finna á hótelherberginu og ekki óeðlilegt að gestur, þótt hann sé íslenskur, spyrjist fyrir um vatnsflösku á herbergi þar sem engan krana er að finna. „Það er smá vandamál með það. Drekktu úr krananum, það er allt í lagi. Ég drekk úr krananum,” sagði hin geðuga tékkneska afgreiðslukona við fyrirspurn um vatnsflöskur. Greinilega ekkert vatn lengur til sölu og heimsókn á sameiginlega baðherbergið leiðin til að fá sér vatnssopa. Ekki hjálpaði að engin glös voru á hótelherberginu. Reykskynjari með latexhanska Eftir vapp um miðbæinn með viðkomu á Kalda bar var komið að því að skella sér upp á herbergi, byrja að skrifa um ævintýri kvöldsins áður en höfði yrði hallað. Áður en að því kom rak blaðamaður augun í einkennilega sjón. Á ganginum á 2. hæð var að finna reykskynjara. Einnig var reykskynjari í herberginu sem er mjög gott. Á reykskynjaranum á ganginum var hins vegar að finna latexhanska sem hékk neðan úr reykskynjaranum. Hvaða tilgangi hann þjónaði er spurning sem undirritaður ætlar ekki einu sinni að gera tilraun til þess að svara. Á herberginu kom vel í ljós hve miðsvæðis hótelið er. Vel heyrðist í erlendum ferðamönnum á leið heim af skrallinu á milli þess sem ísskápurinn lét í sér heyra. Full vinna að halda Bríó bjórnum köldum. Blaðamaður uppgötvaði sér til skelfingar að hann hafði ekki fengið í hendur lykilorð að þráðlausa netinu sem gestum stendur til boða á hótelinu. Engar upplýsingar um það var að finna á herberginu. Netnotkunin inn í nóttina var því á 3G en ekki bætti úr skák að hótelið virðist vera á nokkuð gráum bletti þegar kemur að 3G sambandi. Þá var nokkuð þunnt á milli veggja þannig að einstaka hljóð heyrðust en frekar fáir gestir virtust vera á hótelinu þannig að ekki voru lætin mikil. Hósti og ræskingar áttu þó greiða leið í eyru blaðamanns þar sem hann lá á rúminu. Rétt fyrir klukkan tvö, þegar hér var komið við sögu við skrif, var farið að sofa. Morgunverðurinn fyrir 1200 krónur.Vísir/KTD Sjampóið horfið Svefninn var ekki jafngóður og allajafna hjá undirrituðum en ómögulegt að segja hverju var um að kenna. Eftir að hafa sofnað rétt upp úr klukkan tvö vaknaði blaðamaður um fjögurleytið og var svefninn mjög óstöðugur þangað til 7:45 þegar vekjaraklukkann hringdi. Rúmið reyndist veita frekar lítinn stuðning og fann maður vel fyrir gormunum í dýnunni. Hins vegar var merkilega hljóðlátt um nóttina þrátt fyrir að glugginn sneri út að Skólavörðustíg, veggir væru þunnir og glerið einfalt. Morgunmatur var borinn fram á milli átta og tíu og því best að skella sér í sturtu fyrir næringu. Mér til mikillar skelfingar var úrvalið af sjampói orðið ansi hreint lítið, reyndar ekki neitt. Sjampóflöskurnar þrjár sem voru á baðherberginu kvöldið áður voru horfnar. Eins og fram hefur komið var festingin fyrir sturtuna brotin og úr varð því einhver misheppnaðasta sturtuferð undirritaðs. Halda þurfti á sturtuhausnum og í raun var aðeins um skolun að ræða, enga hreinsun. Handklæðið af herberginu kom sér reyndar vel þegar þurfti að þurrka sér. „Sameiginlega handklæðið“ sem líklega einhver hótelgestur hafði bara gleymt, eins og í tilfelli sjampósins, var komið á gólfið og þangað fór mitt líka. Var þar fylgt eftir áðurnefndum leiðbeiningum á spegil baðherbergisins. Kalt brauð og óþekkt jógúrt Blaðamaður var mættur niður í morgunmat korter yfir átta. Nýr starfsmaður var mættur á vaktina, ekki nándar nærri jafnhress og daman frá kvöldinu áður. Aðspurður um morgunmat benti hann á borð þar sem eftirfarandi hluti var að finna: Ostasneiðar, skinkusneiðar, litla tómata, niðurskorna gúrku og líklega fimm jógúrtir sem ég hef aldrei séð áður. Þar var líka safi og kaffi. Ekkert brauð var á svæðinu til að setja áleggin á og sömuleiðis vakti athygli blaðamanns að enginn annar gestur var að snæða morgunmat. Nokkrir gestir biðu eftir því að verða sóttir í dagsferðir og aðrir með ferðatöskurnar á heimleið. Enginn virkaði sérstaklega hress en það getur skrifast á tíma dagsins. Starfsmaðurinn henti niðurskornum brauðhleif á bakka og bar fram. Brauðið var ískalt þannig að ekkert annað í stöðunni en að skella því í ristina. Ekkert smjör var í boði en blaðamaður fór „all in“. Brauð með osti, skinku og gúrku með tómötum „on the side“. Djúsglas og ein jógúrt. Fyrri brauðsneiðinn var svo sem allt í lagi en safinn var frekar volgur og mögulega sá versti sem undirritaður hefur drukkið. Jógúrtin átti sama afmælisdag og sá sem smakkaði hana en henni var pakkað 27. júlí síðastliðið sumar. Nóg var af rotvarnarefnum enda hún hæf til neyslu til 26. apríl. Hún var hins vegar ekki góð. Blaðamaður skildi því eftir hálfa seinni brauðsneiðina, því sem næst ósnerta jógúrt og rúmlega hálffullt djúsglas. Er líklega í fyrsta skipti sem afgangur verður af morgunverði blaðamanns og var hann þó enn svangur. Kalt cappuccino Breskir ferðamenn, par líklega á sextugsaldri, sem biðu eftir að verða sóttir í jöklaferð voru forvitnir að vita hvernig morgunverðurinn hefði verið. Sögðust þeir sjálfir hafa pantað sér cappuccino í móttökunni deginum fyrr. Þúsund krónur fyrir tvo kaffibolla sem var hvorki heitt né gott á bragðið. Sögðust þau þá hafa tekið þá ákvörðun kaupa ekki fleiri veitingar á hótelinu. Upplifun þeirra af hótelinu var heldur ekki sérstök, engin sérstök ánægja með herbergin en verðið væri vissulega ekki sérstaklega hátt. Þau litu aðeins á hótelið sem þak yfir höfuðið og stefndu á að dvelja þar sem minnst. Þau höfðu þó áhyggjur af því að þau vissu ekkert hvert þau gætu farið og fengið sér að borða. Þau væru fyrir einfaldan mat og vildu helst franskar kartöflur! Friðrik Dór og félagar á Reykjavík Chips eiga að öllum líkindum von á þeim í öll mál næstu daga enda vissi blaðamaður ekki um aðra staði sem sérhæfa sig í frönskum. Þá var ekkert eftir að gera nema að skila lyklunum, greiða 1200 krónur fyrir morgunverðinn og þakka fyrir sig. Sannarlega forvitnileg dvöl á forvitnilegu hóteli.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08