Infantino segist ekki hafa lofað Bandaríkjunum HM fyrir hjálpina Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 12:30 Gianni Infantino þakkar Sunil Gulati fyrir hjálpina á föstudaginn. vísir/getty Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, síðastliðið föstudagskvöld. Eftir að fá 88 atkvæði í fyrstu umferð kosninganna fékk hann 115 atkvæði í annarri umferð þegar aðeins þurfti 104 atkvæði til að vera kosinn forseti. Infantino getur að miklu leyti þakkað Sunil Gulati, forseta bandaríska knattspyrnusambandsins, fyrir sigurinn, en samkvæmt fréttamönnum á staðnum fór hann út um allt gólf að safna atkvæðum fyrir Infantino eftir fyrstu kosningu.Sjá einnig:KSÍ studdi Infantino til valda Gulati fór ekkert í felur með það, að Bandaríkin studdu Prince Ali Bin Al Hussein frá Jórdan. En þegar ljóst var að hann átti ekki möguleika vildu Bandaríkjamenn frekar fá Infantino til starfa en Sjeik Salman frá Barein. Greint var frá því á föstudagskvöldið að Gulati safnaði haug af atkvæðum fyrir Infantino fyrir seinni umferðina, en talið er að hann hafi komið öllum ellefu þjóðum Eyjaálfu á Infantino-vagninn auk nokkurra í Norður og Mið-Ameríku og Karíbahafinu. Aðspurður af fréttamanni BBC hvort hann hafi lofað Gulati að hjálpa Bandaríkjunum að fá heimsmeistaramótið í fótbolta 2026 að launum svaraði Infantino: „Nei, svo sannarlega ekki.“ Infantino bætti við sig 27 atkvæðum í seinni umferðinni og fór úr 88 í 115, en Sjeik Salman, forseti knattspyrnusambands Asíu, bætti aðeins við sig þremur atkvæðum og fór úr 85 atkvæðum í 88 í seinni umferðinni. FIFA Tengdar fréttir Geir: Var farinn að óttast um framhaldið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er himinlifandi með nýjan forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 26. febrúar 2016 17:55 Kosið um nýjan forseta FIFA í dag Alþjóðaknattspyrnusambandið reynir að taka fyrsta skrefið í átt að nýrri og bjartari framtíð sinni þegar sambandið heldur forsetakosningar sínar í dag. 26. febrúar 2016 09:15 Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Nýkjörinn forseti Alþjóðaknattpsyrnusambandsins var hrærður eftir að hann var kjörinn í dag. 26. febrúar 2016 17:17 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, síðastliðið föstudagskvöld. Eftir að fá 88 atkvæði í fyrstu umferð kosninganna fékk hann 115 atkvæði í annarri umferð þegar aðeins þurfti 104 atkvæði til að vera kosinn forseti. Infantino getur að miklu leyti þakkað Sunil Gulati, forseta bandaríska knattspyrnusambandsins, fyrir sigurinn, en samkvæmt fréttamönnum á staðnum fór hann út um allt gólf að safna atkvæðum fyrir Infantino eftir fyrstu kosningu.Sjá einnig:KSÍ studdi Infantino til valda Gulati fór ekkert í felur með það, að Bandaríkin studdu Prince Ali Bin Al Hussein frá Jórdan. En þegar ljóst var að hann átti ekki möguleika vildu Bandaríkjamenn frekar fá Infantino til starfa en Sjeik Salman frá Barein. Greint var frá því á föstudagskvöldið að Gulati safnaði haug af atkvæðum fyrir Infantino fyrir seinni umferðina, en talið er að hann hafi komið öllum ellefu þjóðum Eyjaálfu á Infantino-vagninn auk nokkurra í Norður og Mið-Ameríku og Karíbahafinu. Aðspurður af fréttamanni BBC hvort hann hafi lofað Gulati að hjálpa Bandaríkjunum að fá heimsmeistaramótið í fótbolta 2026 að launum svaraði Infantino: „Nei, svo sannarlega ekki.“ Infantino bætti við sig 27 atkvæðum í seinni umferðinni og fór úr 88 í 115, en Sjeik Salman, forseti knattspyrnusambands Asíu, bætti aðeins við sig þremur atkvæðum og fór úr 85 atkvæðum í 88 í seinni umferðinni.
FIFA Tengdar fréttir Geir: Var farinn að óttast um framhaldið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er himinlifandi með nýjan forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 26. febrúar 2016 17:55 Kosið um nýjan forseta FIFA í dag Alþjóðaknattspyrnusambandið reynir að taka fyrsta skrefið í átt að nýrri og bjartari framtíð sinni þegar sambandið heldur forsetakosningar sínar í dag. 26. febrúar 2016 09:15 Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Nýkjörinn forseti Alþjóðaknattpsyrnusambandsins var hrærður eftir að hann var kjörinn í dag. 26. febrúar 2016 17:17 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Geir: Var farinn að óttast um framhaldið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er himinlifandi með nýjan forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 26. febrúar 2016 17:55
Kosið um nýjan forseta FIFA í dag Alþjóðaknattspyrnusambandið reynir að taka fyrsta skrefið í átt að nýrri og bjartari framtíð sinni þegar sambandið heldur forsetakosningar sínar í dag. 26. febrúar 2016 09:15
Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Nýkjörinn forseti Alþjóðaknattpsyrnusambandsins var hrærður eftir að hann var kjörinn í dag. 26. febrúar 2016 17:17
Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00
Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00