Bandaríkin færast nær því að fá konu á forsetastól Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 19:54 Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent