Rúmlega 20 milljarða búhnykkur fyrir ríkissjóð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:09 Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri. Borgunarmálið Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri.
Borgunarmálið Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent