Elín Jóna: Skrítið að mæta Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2016 14:00 Elín Jóna hefur átt afbragðs tímabil í Hafnarfirðinum. vísir/stefán Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira