Lausn á vanda Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stóraukna opinbera fjárfestingu. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði fjármálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi um þörf fyrir innviðauppbyggingu hér á landi. Um 80.000 manns hafa nú krafist þess með undirskrift sinni að auknum fjármunum verði veitt til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á auknar vegaframkvæmdir og uppbyggingu á ferðamannastöðum úr öllum áttum og að löggæslu þurfi einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis bæði íbúa og ferðamanna í senn. Fleiri ferðamenn hér á landi auka á álag á heilbrigðiskerfið en álagið er of mikið fyrir. Fjármunir sem ferðamennska skilar í ríkiskassann duga ekki til. Fjármálaráðherrann segir að ef mæta eigi þessum kröfum þurfi að gera ráðstafanir og búa til svigrúm fyrir þær í ríkisrekstrinum. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman í rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla samstöðu um það á þinginu að draga reksturinn mjög saman þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði ráðherrann í umræðunum um innviðauppbygginguna. Ef setja á aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, vegakerfið og löggæslu við þær aðstæður sem nú eru uppi í hagkerfinu okkar þarf annað tveggja að koma til; niðurskurður í ríkisrekstri eins og fjármálaráðherrann bendir á eða auknar tekjur. En þá leið nefndi ráðherrann ekki og segir ekkert hægt að gera nema hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og nýja Vestmannaeyjaferju. Þær fjárfestingar auki ekki fjármuni í umferð hér á landi enda verslað við útlönd.Færi langt með að mæta þörfinni Skoðum þetta aðeins betur. Ef hægristjórnin tæki til baka lækkun á veiðigjöldum og lækkun tekjuskatts sem hún hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu þá færi það langt með að mæta þörfinni fyrir uppbyggingu. Lækkun á veiðigjöldunum nemur um 6 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og tekjuskattslækkunin sú síðasta sem gagnast þeim með lægstu launin ekkert, nemur um 11 milljörðum á ári þegar að hún er að fullu komin til framkvæmda. Auk þess blasir við að þeir sem nýta sér ferðaþjónustu ættu að greiða virðisaukaskatt í almennu þrepi en gera ekki. Hægristjórnin vill að ferðamenn fái afslátt af neysluskatti. Slíkur skattaafsláttur getur verið réttlætanlegur fyrir sprotaatvinnugrein sem vantar aðstoð til að vaxa. Það er ferðaþjónustan ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er svo stór atvinnugrein að hún toppar sjávarútveg í gjaldeyristekjum og fjöldi ferðamanna er meiri en við virðumst ráða fyllilega við. Ef við værum að innheimta jafn há veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað á síðasta kjörtímabili, tekjuskattsþrepum hefði ekki verið fækkað og ef ferðaþjónustan innheimti virðisaukaskatt af sínum viðskiptavinum eins og almennt gerist hjá öðrum þjónustufyrirtækjum í landinu, gætum við haldið við vegum með sómasamlegum hætti og bætt heilbrigðiskerfið, löggæsluna og jafnvel skólana svo um munaði. Það skiptir máli hverjir stjórna. Fyrir þá sem vilja heyra meira er hér slóð með allri umræðu um innviðauppbygginguna á Alþingi (stendur yfir í 30 mín.). Málshefjandi var Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20160217T154956 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stóraukna opinbera fjárfestingu. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði fjármálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi um þörf fyrir innviðauppbyggingu hér á landi. Um 80.000 manns hafa nú krafist þess með undirskrift sinni að auknum fjármunum verði veitt til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á auknar vegaframkvæmdir og uppbyggingu á ferðamannastöðum úr öllum áttum og að löggæslu þurfi einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis bæði íbúa og ferðamanna í senn. Fleiri ferðamenn hér á landi auka á álag á heilbrigðiskerfið en álagið er of mikið fyrir. Fjármunir sem ferðamennska skilar í ríkiskassann duga ekki til. Fjármálaráðherrann segir að ef mæta eigi þessum kröfum þurfi að gera ráðstafanir og búa til svigrúm fyrir þær í ríkisrekstrinum. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman í rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla samstöðu um það á þinginu að draga reksturinn mjög saman þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði ráðherrann í umræðunum um innviðauppbygginguna. Ef setja á aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, vegakerfið og löggæslu við þær aðstæður sem nú eru uppi í hagkerfinu okkar þarf annað tveggja að koma til; niðurskurður í ríkisrekstri eins og fjármálaráðherrann bendir á eða auknar tekjur. En þá leið nefndi ráðherrann ekki og segir ekkert hægt að gera nema hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og nýja Vestmannaeyjaferju. Þær fjárfestingar auki ekki fjármuni í umferð hér á landi enda verslað við útlönd.Færi langt með að mæta þörfinni Skoðum þetta aðeins betur. Ef hægristjórnin tæki til baka lækkun á veiðigjöldum og lækkun tekjuskatts sem hún hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu þá færi það langt með að mæta þörfinni fyrir uppbyggingu. Lækkun á veiðigjöldunum nemur um 6 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og tekjuskattslækkunin sú síðasta sem gagnast þeim með lægstu launin ekkert, nemur um 11 milljörðum á ári þegar að hún er að fullu komin til framkvæmda. Auk þess blasir við að þeir sem nýta sér ferðaþjónustu ættu að greiða virðisaukaskatt í almennu þrepi en gera ekki. Hægristjórnin vill að ferðamenn fái afslátt af neysluskatti. Slíkur skattaafsláttur getur verið réttlætanlegur fyrir sprotaatvinnugrein sem vantar aðstoð til að vaxa. Það er ferðaþjónustan ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er svo stór atvinnugrein að hún toppar sjávarútveg í gjaldeyristekjum og fjöldi ferðamanna er meiri en við virðumst ráða fyllilega við. Ef við værum að innheimta jafn há veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað á síðasta kjörtímabili, tekjuskattsþrepum hefði ekki verið fækkað og ef ferðaþjónustan innheimti virðisaukaskatt af sínum viðskiptavinum eins og almennt gerist hjá öðrum þjónustufyrirtækjum í landinu, gætum við haldið við vegum með sómasamlegum hætti og bætt heilbrigðiskerfið, löggæsluna og jafnvel skólana svo um munaði. Það skiptir máli hverjir stjórna. Fyrir þá sem vilja heyra meira er hér slóð með allri umræðu um innviðauppbygginguna á Alþingi (stendur yfir í 30 mín.). Málshefjandi var Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20160217T154956
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun