Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2016 23:29 Deilan í álverinu í Straumsvík hefur staðið mánuðum saman. Vísir/Vilhelm Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent