Rannsaka mansal af krafti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Lögreglan á Suðurlandi nýtir allan kraft sinn í rannsókn á mansali á Vík. Mynd/Stöð 2 „Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. Eigandi Vonta International, sem var undirverktaki Icewear, situr nú í gæsluvarðhaldi og tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals eru í öruggu skjóli. Þær fá aðstoð og vernd í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali. Þorgrímur Óli segir ekkert nýtt hafa komið fram en lögreglunni hafi þó borist ábending sem tengist mansali. „Við höfum ekki haft tök á að skoða hana enn.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur eitt annað mansalsmál til rannsóknar sem tengist gistiheimili á Selfossi. Upphaf málsins má rekja til ársins 2014, tvær pólskar konur höfðu stöðu þolenda mansals og eru komnar úr landi. Þær nutu meðal annars aðstoðar Bárunnar stéttarfélags. Enn hefur meintur gerandi málsins ekki verið tekinn til skýrslutöku vegna anna lögreglunnar í umdæminu en það stendur til bóta að sögn Þorgríms Óla. Hann vill engar upplýsingar gefa um málið. „Við höfum lært mikið af þessu máli í Vík. Þar fengum við góða aðstoð. Við erum ekki feimin við að kalla okkur til aðstoðar sérfræðinga í þessum efnum. Þá eru verkalýðsfélögin að vinna í þessum málum og maður getur alveg búist við því að það geti eitthvað komið út úr því á næstunni.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði