Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:06 Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17