Hópmeðferðir í heilsugæslu Teitur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2016 13:02 Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun