Hópmeðferðir í heilsugæslu Teitur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2016 13:02 Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun