Ég styð Vigfús Bjarna Albertsson til forseta Tolli skrifar 23. febrúar 2016 11:58 Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar