Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 12:30 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif." Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif."
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00