Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:39 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent