Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2016 07:37 Vísir/Getty Bernie Sanders vann nauman sigur á Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Michigan í Bandaríkjunum í nótt, þvert á allar spár. Búist hafði verið við því að Clinton myndi vinna ríkið með um 20 prósenta mun en raunin varð önnur og Sanders hafði betur með um það bil þriggja prósenta mun.Hillary fór hins vegar létt með Sanders í hinu forvalinu sem fram fór í nótt, í Missisippi og því hefur hún aukið forskot sitt í keppninni um útnefningu flokksins. Hjá repúblikönum heldur Donald Trump áfram sigurgöngu sinni og sigraði í Mississippi og Michigan og Hawaii en Ted Cruz vann í Idaho. Nóttin var hins vegar skelfileg hjá þriðja frambjóðandanum sem talinn er eiga möguleika, Marco Rubio, sem fékk háðuglega útreið og náði ekki einu sinni þriðja sætinu í Michigan og Mississippi. Sigur Donald Trump er afgerandi þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og gagnrýni undanfarna viku. Hann hefur orðið fyrir miklum árásum frá öðrum frambjóðendum, þrýstihópum sem og öðrum Repúblikönum. Í sigurræðu sinni var Trump umkringdur af vörum sem bera nafn hans eins og steikum, vatni og víni og varði hann viðskiptasögu sína af miklum krafti. Eftir niðurstöður dagsins í dag er Hillary Clinton komin með 1.214 landsfulltrúa og Sanders með 566. Frambjóðandi Demókrata þarf 2.383 fulltrúa til að hljóta tilnefningu flokksins.Trump leiðir meðal Repúblikana með 446 fulltrúa. Cruz er með 347, Rubio með 151 og Kasich með 52. Til að hljóta tilnefningu flokksins þarf 1.237 fulltrúa. Trump um vörur sínar Blaðamannafundur Bernie Sanders eftir óvæntan sigur í Michigan Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Bernie Sanders vann nauman sigur á Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Michigan í Bandaríkjunum í nótt, þvert á allar spár. Búist hafði verið við því að Clinton myndi vinna ríkið með um 20 prósenta mun en raunin varð önnur og Sanders hafði betur með um það bil þriggja prósenta mun.Hillary fór hins vegar létt með Sanders í hinu forvalinu sem fram fór í nótt, í Missisippi og því hefur hún aukið forskot sitt í keppninni um útnefningu flokksins. Hjá repúblikönum heldur Donald Trump áfram sigurgöngu sinni og sigraði í Mississippi og Michigan og Hawaii en Ted Cruz vann í Idaho. Nóttin var hins vegar skelfileg hjá þriðja frambjóðandanum sem talinn er eiga möguleika, Marco Rubio, sem fékk háðuglega útreið og náði ekki einu sinni þriðja sætinu í Michigan og Mississippi. Sigur Donald Trump er afgerandi þrátt fyrir gífurlegt mótlæti og gagnrýni undanfarna viku. Hann hefur orðið fyrir miklum árásum frá öðrum frambjóðendum, þrýstihópum sem og öðrum Repúblikönum. Í sigurræðu sinni var Trump umkringdur af vörum sem bera nafn hans eins og steikum, vatni og víni og varði hann viðskiptasögu sína af miklum krafti. Eftir niðurstöður dagsins í dag er Hillary Clinton komin með 1.214 landsfulltrúa og Sanders með 566. Frambjóðandi Demókrata þarf 2.383 fulltrúa til að hljóta tilnefningu flokksins.Trump leiðir meðal Repúblikana með 446 fulltrúa. Cruz er með 347, Rubio með 151 og Kasich með 52. Til að hljóta tilnefningu flokksins þarf 1.237 fulltrúa. Trump um vörur sínar Blaðamannafundur Bernie Sanders eftir óvæntan sigur í Michigan
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira