Calderón: Real Madrid er stefnulaust og leiðtogalaust Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 16:38 Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira