Eiginkonur og kærustur íslensku strákanna hitta þá bara einu sinni á meðan EM stendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 19:28 Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29
Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn