Enski boltinn

Aron með tvö frábær mörk í sigri Tromsö í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Sigurðarson í leik með Fjölni.
Aron Sigurðarson í leik með Fjölni. Vísir/Daníel
Aron Sigurðarson er búinn að stimpla sig inn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Tromsö en hann gekk til liðs við félagið frá Fjölni á dögunum.

Aron skoraði tvö mörk í dag í 3-0 sigri á Brann í æfingaleik liðanna í Vestlandshallen í Bergen.

Mörk Arons voru að betri gerðinni. Það fyrra skoraði hann á 27. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og kom Tromsö þá í 1-0.

Seinna mark Arons kom á 57. mínútu og var einnig stórglæsilegt. Aron fékk boltann þá út á kanti, keyrði inn á miðjuna, lét vaða og boltinn steinlá í markinu. Aron kom Tromsö þá í 3-0.

Það fylgir sögunni að Brann missti Vadim Demidov af velli með rautt spjald strax á 5. mínútu leiksins.

Aron fékk hálfgerða heiðursskiptingu á 58. mínútu en hann var tekinn af velli strax eftir seinna markið sitt í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×