Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 07:53 Donald Trump og Ted Cruz í kappræðunum í nótt. vísir/getty Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. Gagnrýndu þeir Rubio og Cruz Trump meðal annars fyrir stefnu hans í innflytjendamálum, viðskiptaævintýri hans sem og skapgerð hans. Í umfjöllun um kappræðurnar á vef Guardian er þeim líkt við rifrildi á skólalóð. Lítið hafi verið um innihaldsríkar pólitískar rökræður heldur meira um persónulegar árásir frambjóðendanna sem berjast nú um að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara í nóvember.„Litli Marco“ og „Lygarinn Ted“ Eftir forkosningarnar á Ofurþriðjudaginn svokallaða nú í vikunni má segja að Trump hafi tekið afgerandi forystu, valdamönnum repúblikana til mikils ama sem telja það einfaldlega gefið að flokkurinn tapi í forsetakosningunum ef Trump verður þeirra frambjóðandi.Skotin gengu manna á milli í gærkvöldi þar sem Trump uppnefndi andstæðinga sína „Litla Marco“ og „Lygarann Ted.“ Cruz svaraði fyrir sig og sagði að Trump væri eins lítið barn sem vildi ekki gera annað en að rífast. Hann manaði hann svo til að reyna að telja upp að tíu: „Teldu upp að 10, Donald. Teldu upp að tíu.“Munu styðja Trump Þá var einnig rætt um stærð kynfæra Trump, reyndar að frumkvæði hans sjálfs, þar sem hann svaraði fyrir athugasemd sem Rubio gerði við stærð handa Trump á kosningaviðburði í Flórída á dögunum. Sagði Rubio að Trump væri með litlar hendur og vildi sá síðarnefndi meina að með athugasemd sinni væri Rubio að vísa í aðra líkamsparta Trump. „En ég fullvissa ykkur um að það er ekkert vandamál þar,“ sagði Trump. En þrátt fyrir uppnefnin og persónulegu árásirnar þá hétu allir frambjóðendur því að styðja við bakið á hverjum þeim sem á endanum hlýtur útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig munu þeir Cruz og Rubio styðja Trump ef til þess kemur að hann verði forsetaefni repúblikana, en auk þeirra þriggja er John Kasich, ríkisstjóri Ohio, enn með í keppninni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. Gagnrýndu þeir Rubio og Cruz Trump meðal annars fyrir stefnu hans í innflytjendamálum, viðskiptaævintýri hans sem og skapgerð hans. Í umfjöllun um kappræðurnar á vef Guardian er þeim líkt við rifrildi á skólalóð. Lítið hafi verið um innihaldsríkar pólitískar rökræður heldur meira um persónulegar árásir frambjóðendanna sem berjast nú um að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara í nóvember.„Litli Marco“ og „Lygarinn Ted“ Eftir forkosningarnar á Ofurþriðjudaginn svokallaða nú í vikunni má segja að Trump hafi tekið afgerandi forystu, valdamönnum repúblikana til mikils ama sem telja það einfaldlega gefið að flokkurinn tapi í forsetakosningunum ef Trump verður þeirra frambjóðandi.Skotin gengu manna á milli í gærkvöldi þar sem Trump uppnefndi andstæðinga sína „Litla Marco“ og „Lygarann Ted.“ Cruz svaraði fyrir sig og sagði að Trump væri eins lítið barn sem vildi ekki gera annað en að rífast. Hann manaði hann svo til að reyna að telja upp að tíu: „Teldu upp að 10, Donald. Teldu upp að tíu.“Munu styðja Trump Þá var einnig rætt um stærð kynfæra Trump, reyndar að frumkvæði hans sjálfs, þar sem hann svaraði fyrir athugasemd sem Rubio gerði við stærð handa Trump á kosningaviðburði í Flórída á dögunum. Sagði Rubio að Trump væri með litlar hendur og vildi sá síðarnefndi meina að með athugasemd sinni væri Rubio að vísa í aðra líkamsparta Trump. „En ég fullvissa ykkur um að það er ekkert vandamál þar,“ sagði Trump. En þrátt fyrir uppnefnin og persónulegu árásirnar þá hétu allir frambjóðendur því að styðja við bakið á hverjum þeim sem á endanum hlýtur útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig munu þeir Cruz og Rubio styðja Trump ef til þess kemur að hann verði forsetaefni repúblikana, en auk þeirra þriggja er John Kasich, ríkisstjóri Ohio, enn með í keppninni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00