Ríkisstjórn Mexíkó hefur í fyrsta sinn tekið afstöðu til þeirrar kröfu forsetaframbjóðandans Donald Trump um að Mexíkó greiði fyrir vegg á landamærum landsins við Bandaríkin.
„Ég segi þetta á eins afdráttarlausan hátt og hægt er: Mexíkó mun ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann vegg sem Trump leggur til að verði byggður,“ sagði fjármálaráðherra Mexíkó, Luis Videgaray.
Hugmynd Trump hefur verið harðlega gagnrýnt í Mexíkó en hingað til hefur ríkisstjórn landsins forðast það að tjá sig um málið.
Ummæli Videgaray koma í kjölfar þess að embættismenn á skrifstofu forsetaembættisins gáfu það út að forseti Mexíkó myndi ekki eiga í orðaskiptum við forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum.
Fyrrum forsetar Mexíkó, Vicente Fox og Felipe Calderon, hafa hæðst að hugmyndum Trump um vegginn og líkt Trump við Hitler sem leiðir í forkosningum Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Mexíkó harðneitar að borga fyrir landamæravegg

Tengdar fréttir

Trump borgar vegginn með tollheimtu
Vinsælasta forsetaefni Repúblikana kynnir áætlun sína til þess að stemma stigu við innflytjendum.