Rjómalagað kjúklingapasta úr Matargleði Evu 3. mars 2016 22:34 Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum Fyrir 3 - 4 manns. 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8 - 10 sveppir, skornir 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt saxað 1/2 kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk 300 g tagliatelle pasta Aðferð: Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið kjúklingabringurnar í 1 - 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti og pipar. Setjið bringurnar í eldfast mót og leggið þær til hliðar. Steikið sveppi og beikon upp úr olíu þar til beikonið verður stökkt. Saxið niður ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnunni, hellið rjómanum einnig út á pönnuna og bætið hálfum kjúklingatening saman við. Leyfið sósunni að malla í 2 - 3 mínútur. Kryddið til með salt og pipar. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 30 - 35 mínútur. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið pasta á disk og kjúklinginn yfir ásamt sósunni, dreifið gjarnan ferskri steinselju yfir í lokin. Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. Eva Laufey Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið
Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum Fyrir 3 - 4 manns. 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8 - 10 sveppir, skornir 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt saxað 1/2 kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk 300 g tagliatelle pasta Aðferð: Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið kjúklingabringurnar í 1 - 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti og pipar. Setjið bringurnar í eldfast mót og leggið þær til hliðar. Steikið sveppi og beikon upp úr olíu þar til beikonið verður stökkt. Saxið niður ferskar kryddjurtir og bætið þeim út á pönnunni, hellið rjómanum einnig út á pönnuna og bætið hálfum kjúklingatening saman við. Leyfið sósunni að malla í 2 - 3 mínútur. Kryddið til með salt og pipar. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 30 - 35 mínútur. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið pasta á disk og kjúklinginn yfir ásamt sósunni, dreifið gjarnan ferskri steinselju yfir í lokin. Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Eva Laufey Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið