Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 10:03 Velkomin! Íbúar á Cape Breton taka Bandaríkjamönnum fagnandi. Mynd af heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18
Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15