Byrgjum brunninn stjórnarmaðurinn skrifar 2. mars 2016 09:30 Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira