Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Deborah Hersman, forstöðumaður Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna, hafnaði gagnrýni samtaka flugmanna vegna upplýsingagjafar NTSB. Hér skýrir Hersmann málin fimm dögum eftir flugslys í San Francisco sumarið 2013. Nordicphotos/AFP Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum. Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum.
Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira