Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Deborah Hersman, forstöðumaður Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna, hafnaði gagnrýni samtaka flugmanna vegna upplýsingagjafar NTSB. Hér skýrir Hersmann málin fimm dögum eftir flugslys í San Francisco sumarið 2013. Nordicphotos/AFP Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum. Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum.
Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira