Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Snærós Sindradóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þúsundir mynda af ungum stúlkum eru í dreifingu á netinu. Umfangið kom félagsfræðingnum Hildi Friðriksdóttur mjög á óvart. Visir/Getty „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira