Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Snærós Sindradóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þúsundir mynda af ungum stúlkum eru í dreifingu á netinu. Umfangið kom félagsfræðingnum Hildi Friðriksdóttur mjög á óvart. Visir/Getty „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“ Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira