Ekki samboðið okkur sem þjóð Elín Hirst skrifar 17. mars 2016 07:00 Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar