Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 13:11 John Kasich vann sigur í forkosningum Repúblikana í Ohio í gær. Vísir/AFP Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20