Björgunaraðgerðir Landsbankans Stjórnarmaðurinn skrifar 16. mars 2016 12:00 Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira