Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:56 Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Borgunarmálið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Borgunarmálið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira