NBA: Cleveland sýndi sínar bestu hliðar í sigri á LA Clippers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira