Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 20:54 Svona var umhorft á Patreksfirði í dag. Möguleiki er á að krapaflóð falli í bænum. mynd/helga gísladóttir Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu. Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu.
Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira