Íslendingar eiga sinn eigin Bobby Fischer Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2016 10:41 Hér eru þeir saman, Gunnar og Héðinn, þegar sá síðarnefndi var krýndur Íslandsmeistari. skáksambandið Núverandi Íslandsmeistari í skák, Héðinn Steingrímsson, neitaði að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu því hann var ósáttur við breidd borðanna sem teflt er við. Honum finnst breiddin of mikil; það þarf að teygja sig um of að mati Héðins, til að færa taflmennina til. „Á þessum fimm árum sem Reykjavíkurskákmótið hefur verið haldið þá hefur einn einstaklingur gert athugasemd við þetta og hann heitir Héðinn Steingrímsson,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands.Borðin eru of breið að mati Héðins, og þó hann sé sá eini sem hefur kvartað undan því hefur hann FIDE reglugerðir til að vitna í máli sínu til stuðnings.Reykjavíkurskákmótið stendur nú yfir í Hörpu, það þykir firna skemmtilegt og vel skipað mót og eru margir Íslendingar að sýna góða takta. Mótinu lýkur um miðja næstu viku. Stórmeistararnir Abhijeet Gupta (2634), Indlandi, og Gawain Jones (2645) eru efstir með fullt hús á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu að lokinni fjórðu umferð sem fram fór í gærkveldi. Sautján skákmenn koma næstir með 3½ vinning. Þar á meðal eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2572) og Stefán Kristjánsson (2478). Leikar fara nú heldur betur að æsast á mótinu. Fimmta umferð hefst kl. 15 í dag.Séð yfir skáksalinn. Borðin eru of breið, að mati Héðins sem vísar í staðla frá FIDE máli sínu til stuðnings.En, einn er hængur á. Menn sakna núverandi Íslandsmeistara, Héðins Steingrímssonar. Hann hafði verið skráður til leiks en þegar til kom lét hann ekki sjá sig. Ástæðan er ágreiningur við Skáksambandið og snýst sá ágreiningur um breidd borðanna. Héðinn gerði athugasemd við breidd þeirra, sem ekki var orðið við og niðurstaðan sú að Héðinn tekur ekki þátt.Tíu sentímetra vík milli vinaGunnar segir að nú sé hátíð í gangi en Héðinn sé ekki sáttur við breiddina. Hann segir til einhverjir Fide-staðlar, til viðmiðunar. „Við erum ekki alveg samkvæmt þeim stöðlum, við vitum af því og höfum alltaf vitað af því. En, þetta mót hefur verið haldið síðan árið 2012, í Hörpu og allan þann tíma hefur aðeins einn keppandi kvartað undan þessu,“ segir Gunnar og bendir á að þarna hafi skákmeistarar í fremstu röð att kappi. Og verst sé þetta kannski fyrir smábörn. En, um er að ræða 10 sentímetra, 5 sentímetra á einstakling. Gunnar segir að þau hjá Skáksambandinu hafi ekki séð ástæðu til að bregðast við vegna kvartana eins manns. Það hefði falið í sér óheyrilegan kostnað, sem ekki var einu sinni farið í að athuga.Jones og Henrik Danielsen á Reykjavíkurskákmótinu. Flestir láta sér hvergi bregða þó þeir þurfi að teygja sig fimm sentímetrum lengra til að færa taflmennina úr stað.„Flestum keppendum þykir þetta ágætt, meira pláss til að skrifa og þetta er þannig að hinn almenni keppandi tekur ekki einu sinni eftir þessu.“Héðinn á stórmeistaralaunum ríksinsÓneitanlega er þetta sérviskulegt, Héðinn er ólíkindatól og minnir kannski einna helst á Bobby Fischer heitinn í því sambandi. Héðinn er núverandi Íslandsmeistari en hann teflir lítið og er búsettur í Houston Texas. Ísland á 13 stórmeistara en aðeins fimm þeirra eru atvinnumenn og þiggja sem slíkir laun úr stórmeistarasjóði ríkisins. Mætti þá ekki segja sem svo að honum beri skylda til að mæta á mót sem Reykjavíkurskákmótið, sem er langstærsta mót sem haldið er ár hvert? Gunnar segir að það sé ekki lagaleg krafa, hún sé sú að stórmeistararnir á launum tefli fyrir Íslands hönd sé þess óskað. „En, Héðinn mætti tefla meira. Það eru allir stórmeistararnir hérna.“Rétt skal vera réttVísir setti sig í samband við Héðinn í gær og spurði hvernig þetta mál horfði við honum. Héðinn benti einfaldlega á að um breidd á skáborðum sé fjallað á tvennum stöðum: „Alþjóðlegar FIDE reglur: “4. Chess tables For all official FIDE tournaments the length of the table is 110 cm (with 15% tolerance). The width is 85 cm (for each player at least 15 cm). The height of the table is 74 cm. The chairs should be comfortable for the players. Special dispensation should be given for children’s events. Any noise when moving the chairs must be avoided.” Width = breidd.“ Að auki nefnir Héðinn þýska skáksambandið til sögunnar: „Þýska Bundesligan er til fyrirmyndar á sviði reglna um aðbúnað á skákmótum. Hún er starfrækt síðan 1980. Grein 5.1.5 er svohljóðandi: „5.1.5 Für jedes Brett ist ein separater Tisch von mindestens 1,20 m x 0,80 m vorzusehen. Er soll nicht tiefer als 90 cm sein.“ Þýtt yfir á íslensku: Hvert skákborð á að vera á sérstæðu borði, sem á að vera a.m.k. 1,20 m x 0.80 m. Borðið má ekki vera breiðara en 90 cm.“ Og, svo mörg voru þau orð. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Núverandi Íslandsmeistari í skák, Héðinn Steingrímsson, neitaði að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu því hann var ósáttur við breidd borðanna sem teflt er við. Honum finnst breiddin of mikil; það þarf að teygja sig um of að mati Héðins, til að færa taflmennina til. „Á þessum fimm árum sem Reykjavíkurskákmótið hefur verið haldið þá hefur einn einstaklingur gert athugasemd við þetta og hann heitir Héðinn Steingrímsson,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands.Borðin eru of breið að mati Héðins, og þó hann sé sá eini sem hefur kvartað undan því hefur hann FIDE reglugerðir til að vitna í máli sínu til stuðnings.Reykjavíkurskákmótið stendur nú yfir í Hörpu, það þykir firna skemmtilegt og vel skipað mót og eru margir Íslendingar að sýna góða takta. Mótinu lýkur um miðja næstu viku. Stórmeistararnir Abhijeet Gupta (2634), Indlandi, og Gawain Jones (2645) eru efstir með fullt hús á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu að lokinni fjórðu umferð sem fram fór í gærkveldi. Sautján skákmenn koma næstir með 3½ vinning. Þar á meðal eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2572) og Stefán Kristjánsson (2478). Leikar fara nú heldur betur að æsast á mótinu. Fimmta umferð hefst kl. 15 í dag.Séð yfir skáksalinn. Borðin eru of breið, að mati Héðins sem vísar í staðla frá FIDE máli sínu til stuðnings.En, einn er hængur á. Menn sakna núverandi Íslandsmeistara, Héðins Steingrímssonar. Hann hafði verið skráður til leiks en þegar til kom lét hann ekki sjá sig. Ástæðan er ágreiningur við Skáksambandið og snýst sá ágreiningur um breidd borðanna. Héðinn gerði athugasemd við breidd þeirra, sem ekki var orðið við og niðurstaðan sú að Héðinn tekur ekki þátt.Tíu sentímetra vík milli vinaGunnar segir að nú sé hátíð í gangi en Héðinn sé ekki sáttur við breiddina. Hann segir til einhverjir Fide-staðlar, til viðmiðunar. „Við erum ekki alveg samkvæmt þeim stöðlum, við vitum af því og höfum alltaf vitað af því. En, þetta mót hefur verið haldið síðan árið 2012, í Hörpu og allan þann tíma hefur aðeins einn keppandi kvartað undan þessu,“ segir Gunnar og bendir á að þarna hafi skákmeistarar í fremstu röð att kappi. Og verst sé þetta kannski fyrir smábörn. En, um er að ræða 10 sentímetra, 5 sentímetra á einstakling. Gunnar segir að þau hjá Skáksambandinu hafi ekki séð ástæðu til að bregðast við vegna kvartana eins manns. Það hefði falið í sér óheyrilegan kostnað, sem ekki var einu sinni farið í að athuga.Jones og Henrik Danielsen á Reykjavíkurskákmótinu. Flestir láta sér hvergi bregða þó þeir þurfi að teygja sig fimm sentímetrum lengra til að færa taflmennina úr stað.„Flestum keppendum þykir þetta ágætt, meira pláss til að skrifa og þetta er þannig að hinn almenni keppandi tekur ekki einu sinni eftir þessu.“Héðinn á stórmeistaralaunum ríksinsÓneitanlega er þetta sérviskulegt, Héðinn er ólíkindatól og minnir kannski einna helst á Bobby Fischer heitinn í því sambandi. Héðinn er núverandi Íslandsmeistari en hann teflir lítið og er búsettur í Houston Texas. Ísland á 13 stórmeistara en aðeins fimm þeirra eru atvinnumenn og þiggja sem slíkir laun úr stórmeistarasjóði ríkisins. Mætti þá ekki segja sem svo að honum beri skylda til að mæta á mót sem Reykjavíkurskákmótið, sem er langstærsta mót sem haldið er ár hvert? Gunnar segir að það sé ekki lagaleg krafa, hún sé sú að stórmeistararnir á launum tefli fyrir Íslands hönd sé þess óskað. „En, Héðinn mætti tefla meira. Það eru allir stórmeistararnir hérna.“Rétt skal vera réttVísir setti sig í samband við Héðinn í gær og spurði hvernig þetta mál horfði við honum. Héðinn benti einfaldlega á að um breidd á skáborðum sé fjallað á tvennum stöðum: „Alþjóðlegar FIDE reglur: “4. Chess tables For all official FIDE tournaments the length of the table is 110 cm (with 15% tolerance). The width is 85 cm (for each player at least 15 cm). The height of the table is 74 cm. The chairs should be comfortable for the players. Special dispensation should be given for children’s events. Any noise when moving the chairs must be avoided.” Width = breidd.“ Að auki nefnir Héðinn þýska skáksambandið til sögunnar: „Þýska Bundesligan er til fyrirmyndar á sviði reglna um aðbúnað á skákmótum. Hún er starfrækt síðan 1980. Grein 5.1.5 er svohljóðandi: „5.1.5 Für jedes Brett ist ein separater Tisch von mindestens 1,20 m x 0,80 m vorzusehen. Er soll nicht tiefer als 90 cm sein.“ Þýtt yfir á íslensku: Hvert skákborð á að vera á sérstæðu borði, sem á að vera a.m.k. 1,20 m x 0.80 m. Borðið má ekki vera breiðara en 90 cm.“ Og, svo mörg voru þau orð.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira