Sjáðu Trump og Rubio takast á um hvort múslimar hati Bandaríkin Bjarki Ármannsson skrifar 11. mars 2016 08:18 Rubio reyndi að svara fordómafullum ummælum Trump fullum hálsi, en gerði það ekki vel. Vísir/EPA Þeir fjórir frambjóðendur sem enn sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum tóku þátt í kappræðum í Miami í nótt. Ummæli Donald Trump, sem enn mælist með mest fylgi fjórmenninganna, um íslamstrú og viðbrögð við þeim vöktu hvað mesta athygli í kappræðunum. Trump hafði látið þau ummæli falla í viðtali við CNN daginn áður að „íslam hatar okkur,“ og átti þá við Bandaríkin. Spurður út í það í kappræðunum í nótt hvort hann ætti við allan þann rúma einn og hálfa milljarð múslima sem býr um heim allan, svaraði Trump: „Ég á við ansi marga þeirra.“ Trump, sem áður hefur sagst ætla að meina múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum verði hann forseti, uppskar talsvert lófaklapp fyrir svar sitt. Þingmaðurinn Marco Rubio reyndi að svara keppinauti sínum fullum hálsi en svarið var nokkuð aumkunarvert, líkt og bandaríska fréttaveitan Vox bendir á. Vox hefur klippt myndband af svörum þeirra Trump og Rubio og bendir á að sá síðarnefndi virðist svara Trump á þann veg að ekki eigi að fordæma múslima vegna þess að múslimar gætu nýst Bandaríkjamönnum – meðal annars með því að snúa til kristinnar trúar eða ganga í bandaríska herinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Gengið verður til atkvæða í fimm ríkjum þann 15. mars næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00 Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56 Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30 Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Þeir fjórir frambjóðendur sem enn sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum tóku þátt í kappræðum í Miami í nótt. Ummæli Donald Trump, sem enn mælist með mest fylgi fjórmenninganna, um íslamstrú og viðbrögð við þeim vöktu hvað mesta athygli í kappræðunum. Trump hafði látið þau ummæli falla í viðtali við CNN daginn áður að „íslam hatar okkur,“ og átti þá við Bandaríkin. Spurður út í það í kappræðunum í nótt hvort hann ætti við allan þann rúma einn og hálfa milljarð múslima sem býr um heim allan, svaraði Trump: „Ég á við ansi marga þeirra.“ Trump, sem áður hefur sagst ætla að meina múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum verði hann forseti, uppskar talsvert lófaklapp fyrir svar sitt. Þingmaðurinn Marco Rubio reyndi að svara keppinauti sínum fullum hálsi en svarið var nokkuð aumkunarvert, líkt og bandaríska fréttaveitan Vox bendir á. Vox hefur klippt myndband af svörum þeirra Trump og Rubio og bendir á að sá síðarnefndi virðist svara Trump á þann veg að ekki eigi að fordæma múslima vegna þess að múslimar gætu nýst Bandaríkjamönnum – meðal annars með því að snúa til kristinnar trúar eða ganga í bandaríska herinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Gengið verður til atkvæða í fimm ríkjum þann 15. mars næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00 Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56 Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30 Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00
Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56
Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30
Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53