Óvænt úrslit í Michigan opna allt upp á gátt Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. mars 2016 07:00 Bernie Sanders hefur styrkt stöðu sína verulega, þótt enn sé Clinton spáð nokkuð öruggum sigri. Nordicphotos/AFP Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37
Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20