Kobe Bryant heitir því að spila alla leikina sem eru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2016 22:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Ferill Kobe Bryant er brátt á enda. Það eru bara þrjár vikur eftir af tuttugasta og síðasta NBA-tímabili þessarar miklu körfuboltagoðsagnar og hinn 37 ára gamli leikmaður ætlar sér að spila alla leikina sem eftir eru. Endaspretturinn byrjaði þó ekki vel því í nótt tapaði Los Angeles Lakers með 48 stigum á móti Utah Jazz og hefur Kobe Bryant aldrei tapað stærra á ferlinum. Kobe Bryant hefur misst af fullt af leikjum á þessum tímabili til að spara skrokkinn fyrir lokaátökin en leikurinn á móti Utah Jazz var hans fjórtándi í röð. Bryant náði reyndar aðeins að skora 5 stig á tæpum 28 mínútum og hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum. „Já ég mun spila alla leikina sem eru eftir nema ef eitthvað ófyrirséð gerist. Guð forði okkur frá því," sagði Kobe Bryant. „Það er sérstakt að hugsa til þess að ég eigi svona fáa leiki eftir," sagði Kobe sem ætlar sér að hætta á eigi forsendum en ekki haltra útaf eins og á síðustu tímabilum á undan. Hann er að spila fyrir lélegasta liðið í Vesturdeildinni og er búinn að klikka á 64 prósent skota sinna á tímabilinu en það er óvenju mikill áhugi á leikjunum enda hver að verða síðastur að sjá Kobe inn á körfuboltavellinum. Kobe Bryant fékk 80 milljón dollara frá Los Angeles Lakers fyrir síðustu þrjú tímabilin sín og meiðsli sáu til þess að hann getur mest spilað 107 af 246 mögulegum leikjum á þeim. Hann hefur alls misst af sextán leikjum á síðasta tímabili sínu þar á meðal einhverjum heimaleikjum sínum. Hann ætlar hinsvegar að klára síðustu átta leikina og spila allt til 13. apríl þegar sá síðasti fór fram. Fram að því mun Lakers-liðið spila við Miami, Boston, LA Clippers tvö kvöld í röð, New Orleans, Houston og Oklahoma City. Lokaleikur Kobe Byrant verður á móti Utah Jazz í Staples Center miðvikudagskvöldið 13. apríl og það ætti að vera hægt að bóka það að Kobe Bryant ætlar ekki að enda ferilinn á öðru risatapi.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira