Fleiri árásir voru í bígerð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2016 07:00 Sprengjueyðingarsveit lögreglunnar í Brussel vinnur að því að eyðileggja sprengibúnað í bakpoka á sporvagnsstöð skammt frá Meiser-torgi. Nordicphotos/AFP Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Sjá meira
Tólf manns, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum í Brussel og París, hafa síðan á fimmtudag verið handteknir. Níu í Brussel, tveir í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Ljóst þykir orðið að árásirnar í París í nóvember og árásirnar í Brussel nú í vikunni hafi verið skipulagðar og framkvæmdar af sama hópnum, af mönnum sem flestir hafa alist upp í Brussel eða verið með tengsl þangað. Þá hefur verið upplýst að í tengslum við handtökurnar í gær og á fimmtudag hafi lögreglunni í Belgíu og Frakklandi tekist að koma í veg fyrir nýja árás, sem til stóð að gera í París á næstunni. FranÇois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær, að þar með hafi hryðjuverkahópurinn, sem stóð að árásunum í París í nóvember og í Brussel nú í vikunni, verið tekinn úr umferð. Hins vegar sé enn hætta á ferðum: „Við vitum að það eru fleiri hópar,“ sagði hann. Sprengingar heyrðust þegar lögreglan í Brussel lét til skarar skríða við sporvagnsstöð nálægt Meiser-torgi í Schaarbeek-hverfi borgarinnar í gær. Einn særðist þegar lögregla skaut á hann. Hann var með bakpoka sem reyndist innihalda sprengibúnað, og tókst að leggja hann yfir sporvagnsteinana. Sprengjunni var eytt. Þá er komið í ljós að lögreglu í Belgíu hafi fyrir nokkrum mánuðum borist gögn um Salah Abdeslam, sem hefðu getað leitt til handtöku hans. Hann var samt ekki handtekinn fyrr en föstudaginn 18. mars, fyrir rúmri viku. Fjórum dögum síðar gerðu þrír félagar hans sjálfsvígsárásir á Zaventem-flugvellinum í Brussel og Maelbeek-lestarstöðinni. Sprengingarnar kostuðu 31 mann lífið. Abdeslam var samvinnuþýður í yfirheyrslum fram að árásunum á þriðjudag. Eftir það hefur hann engar upplýsingar viljað gefa, að því er Koen Geens dómsmálaráðherra segir. Geens viðurkenndi á fimmtudag að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka ekki Ibrahim el Bakraoui þegar upplýsingar um hann bárust í júní á síðasta ári frá lögreglunni í Tyrklandi. Hann hafði verið handtekinn þar, grunaður um að hafa barist með Íslamska ríkinu í Sýrlandi, og sendur til Belgíu. Nú er einnig komið í ljós að Najim Laachraoui hafi ekki horfið af vettvangi árásarinnar á flugvellinum á þriðjudag, eins og yfirvöld héldu fram í fyrstu, heldur hafi hann sprengt sig þar ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum. gudsteinn@frettabladid.isSjálfsvígsárásarmennirnir á flugvellinum í Brussel á þriðjudag. Sá ljósklæddi með húfuna hefur ekki verið nafngreindur, en skildi sprengju sína eftir og komst undan. Hinir tveir sprengdu sig.Nordicphotos/AFP
Hryðjuverk í Brussel Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25 Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16 Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Sjá meira
Sprengingar í Brussel í kjölfar áhlaups lögreglu Umsátursástand ríkir í Shaerbeek-hverfinu í höfuðborg Belgíu. 25. mars 2016 13:25
Búið að bera kennsl á þriðja manninn Maðurinn var á lista Bandaríkjanna yfir menn sem líklegir eru til að fremja hryðjuverk. Nafn hans hefur ekki verið gefið út. 25. mars 2016 00:16
Annar sprengjumannanna á flugvellinum nafngreindur Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að Najim Zaachraoui hafi verið annar tveggja árásarmanna á Zaventem-flugvelli í Brussel í vikunni þar sem 31 lét lífið. 25. mars 2016 17:50
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent