Dönsku blöðin afar ánægð með sigurinn á Íslandi í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 14:30 Nicolai Jorgensen fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. Vísir/Getty Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00
Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22