Bronsið á Algarve skilaði íslensku stelpunum engu á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 12:00 Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 20. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í dag. Íslenska liðið fer niður um eitt sæti og missir því Sviss upp fyrir sig. Ísland lækkaði um eitt sæti á listanum í september síðastliðnum en var í 18. sæti á listanum sem var gefin út í júlí 2015. Íslensku stelpurnar náðu þriðja sætinu í Algarve-bikarnum eftir sigur á Nýja Sjálandi í vítakeppni í bronsleiknum. Það dugði þeim þó ekki til að bæta stöðu sína á listanum heldur þvert á móti. Ísland vann Belgíu og Danmörk á Algarve-mótinu, Belgar eru áfram í 28. sæti en Danir detta niður um þrjú sæti niður í átjánda sæti listans. Eina tap Íslands var á móti Kanada sem hækkar sig um eitt sæti á listanum og er nú í 10. sætinu en þær kanadísku unnu 2-1 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland eru áfram í þremur efstu sætunum en ensku stelpurnar hækka sig um eitt sæti og er núna í fjórða sætinu. England hefur aldrei verið ofar á listanum. Ástralía hækkar sig um fjögur sæti og er nú komið upp fyrir Svía og í fimmta sæti listans en Svíþjóð er í sjötta sætinu. Japan dettur niður um þrjú sæti í sæti númer sjö. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Það var munur á liðunum en við erum að nálgast stóru liðin Stelpurnar okkar töpuðu fyrir Kanada og komust ekki í úrslitaleik Algarve-mótsins. 8. mars 2016 14:00 Ísland fékk bronsið eftir vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér bronsið á Algarve-mótinu með sigri á Nýja-Sjálandi eftir vítaspyrnukeppni í dag. 9. mars 2016 19:38 Svona unnu stelpurnar bronsið Ísland hafði betur gegn Nýja-Sjálandi í bronsleiknum á Algarve í gær. 10. mars 2016 07:45 Væri draumur að mæta Brasilíu Hólmfríður Magnúsdóttir er ein af sex markaskorurum og 21 byrjunarliðsmanni íslenska kvennalandsliðsins í fyrstu tveimur leikjum Algarve-mótsins. Jafntefli á móti Kanada í dag kemur liðinu í úrslitaleikinn. 7. mars 2016 06:00 Ný kynslóð verður tilbúin Ísland vann bronsverðlaun á sterku Algarve-móti í Portúgal þetta árið og er Freyr Alexandersson ánægður með útkomuna. Hann segir liðið á góðum stað og vel í stakk búið að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi. 11. mars 2016 06:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 20. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í dag. Íslenska liðið fer niður um eitt sæti og missir því Sviss upp fyrir sig. Ísland lækkaði um eitt sæti á listanum í september síðastliðnum en var í 18. sæti á listanum sem var gefin út í júlí 2015. Íslensku stelpurnar náðu þriðja sætinu í Algarve-bikarnum eftir sigur á Nýja Sjálandi í vítakeppni í bronsleiknum. Það dugði þeim þó ekki til að bæta stöðu sína á listanum heldur þvert á móti. Ísland vann Belgíu og Danmörk á Algarve-mótinu, Belgar eru áfram í 28. sæti en Danir detta niður um þrjú sæti niður í átjánda sæti listans. Eina tap Íslands var á móti Kanada sem hækkar sig um eitt sæti á listanum og er nú í 10. sætinu en þær kanadísku unnu 2-1 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland eru áfram í þremur efstu sætunum en ensku stelpurnar hækka sig um eitt sæti og er núna í fjórða sætinu. England hefur aldrei verið ofar á listanum. Ástralía hækkar sig um fjögur sæti og er nú komið upp fyrir Svía og í fimmta sæti listans en Svíþjóð er í sjötta sætinu. Japan dettur niður um þrjú sæti í sæti númer sjö.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Það var munur á liðunum en við erum að nálgast stóru liðin Stelpurnar okkar töpuðu fyrir Kanada og komust ekki í úrslitaleik Algarve-mótsins. 8. mars 2016 14:00 Ísland fékk bronsið eftir vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér bronsið á Algarve-mótinu með sigri á Nýja-Sjálandi eftir vítaspyrnukeppni í dag. 9. mars 2016 19:38 Svona unnu stelpurnar bronsið Ísland hafði betur gegn Nýja-Sjálandi í bronsleiknum á Algarve í gær. 10. mars 2016 07:45 Væri draumur að mæta Brasilíu Hólmfríður Magnúsdóttir er ein af sex markaskorurum og 21 byrjunarliðsmanni íslenska kvennalandsliðsins í fyrstu tveimur leikjum Algarve-mótsins. Jafntefli á móti Kanada í dag kemur liðinu í úrslitaleikinn. 7. mars 2016 06:00 Ný kynslóð verður tilbúin Ísland vann bronsverðlaun á sterku Algarve-móti í Portúgal þetta árið og er Freyr Alexandersson ánægður með útkomuna. Hann segir liðið á góðum stað og vel í stakk búið að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi. 11. mars 2016 06:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Margrét Lára: Það var munur á liðunum en við erum að nálgast stóru liðin Stelpurnar okkar töpuðu fyrir Kanada og komust ekki í úrslitaleik Algarve-mótsins. 8. mars 2016 14:00
Ísland fékk bronsið eftir vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér bronsið á Algarve-mótinu með sigri á Nýja-Sjálandi eftir vítaspyrnukeppni í dag. 9. mars 2016 19:38
Svona unnu stelpurnar bronsið Ísland hafði betur gegn Nýja-Sjálandi í bronsleiknum á Algarve í gær. 10. mars 2016 07:45
Væri draumur að mæta Brasilíu Hólmfríður Magnúsdóttir er ein af sex markaskorurum og 21 byrjunarliðsmanni íslenska kvennalandsliðsins í fyrstu tveimur leikjum Algarve-mótsins. Jafntefli á móti Kanada í dag kemur liðinu í úrslitaleikinn. 7. mars 2016 06:00
Ný kynslóð verður tilbúin Ísland vann bronsverðlaun á sterku Algarve-móti í Portúgal þetta árið og er Freyr Alexandersson ánægður með útkomuna. Hann segir liðið á góðum stað og vel í stakk búið að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi. 11. mars 2016 06:00