Tyrknesk yfirvöld framseldu einn árásarmannanna til Hollands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 22:10 Brahim og Khalid El Bakraoui. vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55