Luis Suarez má loksins spila aftur með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 13:15 Luis Suarez sekúndum eftir bitið afdrifaríka. Vísir/Getty Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30
Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08
Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00