Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. mars 2016 07:00 Lögreglan í Belgíu birti þessa mynd í gær, segir dökklæddu mennina tvo vera árásarmennina en sá ljósklæddi sé nú eftirlýstur. Nordicphotos/AFP Yfir þrír tugir manna létu lífið og um 250 særðust í sjálfsvígsárásum í Brussel í gærmorgun. Grimmdarverkasamtökin DAISH, eða Íslamska ríkið, lýstu síðdegis yfir ábyrgð sinni. Í yfirlýsingu frá DAISH segir að þetta hafi verið hefndaraðgerð vegna þátttöku Belgíu í hernaði Vesturlanda gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Aðalsaksóknari Belgíu staðfesti í gær að þarna hafi sjálfsvígsárásarmenn verið á ferðinni. Tveir hafi sprengt sig á Zaventem-flugvellinum og einn á Maelbaek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið á flugvellinum en tuttugu á lestarstöðinni. Að auki særðust minnst 100 manns á flugvellinum og 130 á lestarstöðinni, sumir lífshættulega. Þriðja sprengjan fannst á flugvellinum og var hún eyðilögð. Lögreglan í Belgíu hefur lýst eftir manni, sem talinn er hafa verið viðriðinn árásirnar í Brussel í gærmorgun og rýmdi lögregla nokkur hverfi til að leita að honum. Svo virðist sem hann hafi einnig ætlað að sprengja sig en hætt við. Birt hefur verið ljósmynd af honum frá flugvellinum, þar sem hann er klæddur í ljós föt. Á myndinni eru einnig tveir aðrir menn, sem taldir eru vera sjálfsvígsárásarmennirnir. Þá segist lögreglan hafa handtekið tvo grunaða vitorðsmenn stuttu eftir árásirnar í gærmorgun. Sprengingin á Maelbaek-stöðinni heyrðist einnig vel á næstu stöð, Schuman-lestarstöðinni, en báðar þessar stöðvar eru í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni. Öryggisráðstafanir voru einnig gerðar í nágrannalöndunum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Frakkar sendu 1.600 lögreglumenn út af örkinni, bæði að landamærum Belgíu og að lestarstöðvum og öðrum miðstöðvum almenningssamgangna. „Það sem við óttuðumst hefur gerst,“ sagði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni og standa saman. „Þetta er árás hugleysingja. Árás á gildi okkar og á hin opnu samfélög okkar,“ skrifaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína. „Hryðjuverkamönnum mun ekki takast að yfirbuga lýðræðið og svipta okkur frelsinu.“ Pitsakassar komu lögreglu á sporið Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að árásirnar í Brussel í gær tengist árásunum í París í nóvember. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir frá því Salah Abdeslam, einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París, var handtekinn í Brussel. Abdeslam er talinn hafa verið lykilmaður við skipulagningu árásanna í París, sem kostuðu 130 manns lífið. Hann komst undan og var í felum þar til hann náðist í kjallara í húsi þar sem móðir vinar hans býr í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Vinurinn heitir Abid Aberkan. Lögreglan hafði fylgst með honum eftir að hann hafði sést við jarðarför bróður Abdeslams, sem hét Brahim Abdeslam. Brahim var eins og Salah einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París í nóvember. Brahim sprengdi sig þar í loft upp en Salah mun einnig hafa ætlað að sprengja sig, en hætt við á síðustu stundu. Brahim var borinn til grafar á fimmtudaginn í síðustu viku, daginn áður en Salah náðist. Aberkan var einn burðarmanna líkkistu Brahims. Eftir jarðarförina tók lögregla að fylgjast með íbúðinni, sem Aberkan bjó í ásamt móður sinni. Grunur lögreglu vaknaði eftir að mikið magn af pitsum var borið inn í húsið. Þar með tókst lögreglunni loks að handsama Salah, fjórum mánuðum eftir árásirnar í París. Þar í íbúðinni var einnig handtekinn annar maður, Amine Choukri. Loks hafði lögreglan stuttu síðar hendur í hári Aberkans í einu úthverfa Brussels. Lögreglan í Belgíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fyrir löngu búin að hafa uppi á Abdeslam.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Sjálfsvígsárásir í Brussel Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Yfir þrír tugir manna létu lífið og um 250 særðust í sjálfsvígsárásum í Brussel í gærmorgun. Grimmdarverkasamtökin DAISH, eða Íslamska ríkið, lýstu síðdegis yfir ábyrgð sinni. Í yfirlýsingu frá DAISH segir að þetta hafi verið hefndaraðgerð vegna þátttöku Belgíu í hernaði Vesturlanda gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Aðalsaksóknari Belgíu staðfesti í gær að þarna hafi sjálfsvígsárásarmenn verið á ferðinni. Tveir hafi sprengt sig á Zaventem-flugvellinum og einn á Maelbaek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið á flugvellinum en tuttugu á lestarstöðinni. Að auki særðust minnst 100 manns á flugvellinum og 130 á lestarstöðinni, sumir lífshættulega. Þriðja sprengjan fannst á flugvellinum og var hún eyðilögð. Lögreglan í Belgíu hefur lýst eftir manni, sem talinn er hafa verið viðriðinn árásirnar í Brussel í gærmorgun og rýmdi lögregla nokkur hverfi til að leita að honum. Svo virðist sem hann hafi einnig ætlað að sprengja sig en hætt við. Birt hefur verið ljósmynd af honum frá flugvellinum, þar sem hann er klæddur í ljós föt. Á myndinni eru einnig tveir aðrir menn, sem taldir eru vera sjálfsvígsárásarmennirnir. Þá segist lögreglan hafa handtekið tvo grunaða vitorðsmenn stuttu eftir árásirnar í gærmorgun. Sprengingin á Maelbaek-stöðinni heyrðist einnig vel á næstu stöð, Schuman-lestarstöðinni, en báðar þessar stöðvar eru í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni. Öryggisráðstafanir voru einnig gerðar í nágrannalöndunum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Frakkar sendu 1.600 lögreglumenn út af örkinni, bæði að landamærum Belgíu og að lestarstöðvum og öðrum miðstöðvum almenningssamgangna. „Það sem við óttuðumst hefur gerst,“ sagði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni og standa saman. „Þetta er árás hugleysingja. Árás á gildi okkar og á hin opnu samfélög okkar,“ skrifaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína. „Hryðjuverkamönnum mun ekki takast að yfirbuga lýðræðið og svipta okkur frelsinu.“ Pitsakassar komu lögreglu á sporið Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að árásirnar í Brussel í gær tengist árásunum í París í nóvember. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir frá því Salah Abdeslam, einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París, var handtekinn í Brussel. Abdeslam er talinn hafa verið lykilmaður við skipulagningu árásanna í París, sem kostuðu 130 manns lífið. Hann komst undan og var í felum þar til hann náðist í kjallara í húsi þar sem móðir vinar hans býr í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Vinurinn heitir Abid Aberkan. Lögreglan hafði fylgst með honum eftir að hann hafði sést við jarðarför bróður Abdeslams, sem hét Brahim Abdeslam. Brahim var eins og Salah einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París í nóvember. Brahim sprengdi sig þar í loft upp en Salah mun einnig hafa ætlað að sprengja sig, en hætt við á síðustu stundu. Brahim var borinn til grafar á fimmtudaginn í síðustu viku, daginn áður en Salah náðist. Aberkan var einn burðarmanna líkkistu Brahims. Eftir jarðarförina tók lögregla að fylgjast með íbúðinni, sem Aberkan bjó í ásamt móður sinni. Grunur lögreglu vaknaði eftir að mikið magn af pitsum var borið inn í húsið. Þar með tókst lögreglunni loks að handsama Salah, fjórum mánuðum eftir árásirnar í París. Þar í íbúðinni var einnig handtekinn annar maður, Amine Choukri. Loks hafði lögreglan stuttu síðar hendur í hári Aberkans í einu úthverfa Brussels. Lögreglan í Belgíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fyrir löngu búin að hafa uppi á Abdeslam.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Sjálfsvígsárásir í Brussel
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38