Hver hefur staðið vörð um íslenska hagsmuni? þórunn egilsdóttir skrifar 23. mars 2016 09:00 Það hefur verið ansi merkilegt að fylgjast með umræðunni síðustu viku. Mörg misgáfuleg ummæli hafa verið látin falla um hæfi forsætisráðherra. Í þeirri umræðu eru menn uppteknir af fjárhag eiginkonu hans. Ég velti því fyrir mér hvar við erum í raun stödd í jafnréttisumræðu þegar hjón eru gerð að einni manneskju þegar kemur að fjárhag og sjálfstæði. Er það ekki skortur á jafnrétti? Það er rétt að eiginkona forsætisráðherra er sterkefnuð kona og hefur sú staðreynd lengi legið ljós fyrir. Hvað hún gerir við auð sinn kemur mér bara ekki við svo lengi sem skattar eru greiddir til íslenska ríkisins. Það hefur verið gert og er staðfest opinberlega af endurskoðanda KPMG. Annað sem ég velti fyrir mér er hvort það sé ekki kostur að einstaklingur sem leiðir þjóðina sé fjárhagslega sjálfstæður, engum háður og því ekki hætta á að hann gangi erinda peningaafla í þjóðfélaginu? Innkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í pólitík byggðist á vilja hans til vinna gegn því óréttlæti sem skapaðist við hrunið. Það er kannski allt í lagi að rifja þetta upp og benda á að hans stærsta áherslumál hefur ávallt verið uppgjör föllnu bankanna og að tryggja það að tap fjármálafyrirtækjanna færðist ekki yfir á íslenskan almenning. Sigmundur Davíð hefur gengið manna harðast gegn kröfuhöfum og hefur ekkert gefið eftir. Það liggur ljóst fyrir að eiginkona hans tapaði fjárhagslega við framgöngu hans en þjóðin stórgræddi. Undir forystu hans var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða, beint eða óbeint. Þetta ásamt mörgum fleiri aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerir okkur nú í raun kleift að ræða og fara í alvöru í uppbyggingu innviða í samfélaginu. Það verkefni er orðið mjög aðkallandi og gott að geta hafist handa við það. Ég er nú ekki frá því að staðfestan sem Sigmundur Davíð hefur sýnt, þrátt fyrir háværar úrtöluraddir á köflum, hafi heldur betur sannað sig. Hann verður seint sakaður um að hafa tekið kröfuhafa einhverjum vettlingatökum eða gengið eigin erinda. Því treysti ég honum manna best til þess að standa vörð um íslenskt efnahagslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það hefur verið ansi merkilegt að fylgjast með umræðunni síðustu viku. Mörg misgáfuleg ummæli hafa verið látin falla um hæfi forsætisráðherra. Í þeirri umræðu eru menn uppteknir af fjárhag eiginkonu hans. Ég velti því fyrir mér hvar við erum í raun stödd í jafnréttisumræðu þegar hjón eru gerð að einni manneskju þegar kemur að fjárhag og sjálfstæði. Er það ekki skortur á jafnrétti? Það er rétt að eiginkona forsætisráðherra er sterkefnuð kona og hefur sú staðreynd lengi legið ljós fyrir. Hvað hún gerir við auð sinn kemur mér bara ekki við svo lengi sem skattar eru greiddir til íslenska ríkisins. Það hefur verið gert og er staðfest opinberlega af endurskoðanda KPMG. Annað sem ég velti fyrir mér er hvort það sé ekki kostur að einstaklingur sem leiðir þjóðina sé fjárhagslega sjálfstæður, engum háður og því ekki hætta á að hann gangi erinda peningaafla í þjóðfélaginu? Innkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í pólitík byggðist á vilja hans til vinna gegn því óréttlæti sem skapaðist við hrunið. Það er kannski allt í lagi að rifja þetta upp og benda á að hans stærsta áherslumál hefur ávallt verið uppgjör föllnu bankanna og að tryggja það að tap fjármálafyrirtækjanna færðist ekki yfir á íslenskan almenning. Sigmundur Davíð hefur gengið manna harðast gegn kröfuhöfum og hefur ekkert gefið eftir. Það liggur ljóst fyrir að eiginkona hans tapaði fjárhagslega við framgöngu hans en þjóðin stórgræddi. Undir forystu hans var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða, beint eða óbeint. Þetta ásamt mörgum fleiri aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerir okkur nú í raun kleift að ræða og fara í alvöru í uppbyggingu innviða í samfélaginu. Það verkefni er orðið mjög aðkallandi og gott að geta hafist handa við það. Ég er nú ekki frá því að staðfestan sem Sigmundur Davíð hefur sýnt, þrátt fyrir háværar úrtöluraddir á köflum, hafi heldur betur sannað sig. Hann verður seint sakaður um að hafa tekið kröfuhafa einhverjum vettlingatökum eða gengið eigin erinda. Því treysti ég honum manna best til þess að standa vörð um íslenskt efnahagslíf.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar