Forsetakosningarnar mega ekki verða markleysa Þorkell Helgason skrifar 23. mars 2016 07:00 Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda. Hætt er við því að margir fórni höndum og láti hjá líða að kjósa. Enn verra er að forseti kynni að verða valinn með litlum stuðningi kjósenda, e.t.v. um 15% þeirra sem þátt taka í kosningunni, og enn lægra hlutfalli kosningabærra manna. Ákvæði stjórnarskrárinnar mæla fyrir um að „[s]á, sem flest fær atkvæði […] er rétt kjörinn forseti.“ Lögin, sem útfæra þetta nánar, veita kjósendum það verkfæri eitt að merkja með einum krossi. Þessi aðferð kallast meirihlutakosning – sem getur reynst hreinasta öfugmæli. Margoft hefur verið bent á nauðsyn þess að breyta ákvæðunum og taka upp aðferð sem geri það líklegt að kjörinn forseti njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Greinarhöfundur hefur skrifað um þetta blaðagreinar og sent stjórnarskrárnefnd þeirri sem skipuð var 2005 ítarlegt erindi þar um. Og vitaskuld tók stjórnlagaráðið, sem starfaði sumarið 2011, á málinu – en ekkert hefur gerst.Hvað er til ráða? Stjórnarskránni verður vart breytt fyrir kosningarnar. En spyrja má hvort stjórnarskrárákvæðið sé svo þröngt að ekki megi kanna hug kjósenda nánar en með einum krossi? Að vísu kemur fram í umfjöllun um málið á Alþingi 1944 að einföld meirihlutakosning hafi þá verið höfð í huga enda sé það gert í trausti þess, eins og segir í nefndaráliti, að „þjóðinni takist að fylkja sér þannig um forsetaefni að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram.“ Jafnframt skiptir máli að þeir 1.500 meðmælendur, sem krafist er í stjórnarskránni frá 1944, voru þá ríflega þrefalt hærra hlutfall kjósenda en nú. Það verður því að nýta svigrúm stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir að forsetakosningarnar verði markleysa. Enn er tóm til að breyta kosningalögum í því skyni. Benda má á betri aðferðir sem ættu að rúmast innan ákvæða stjórnarskrárinnar: Nefna má svokallaða samþykktarkosningu þar sem kjósandi fær að krossa við alla þá sem hann treystir til að gegna embættinu. Allt eins og í einfaldri meirihlutakosningu nær sá kjöri „sem flest fær atkvæði“ svo að vitnað sé í stjórnarskrárákvæðið. Rannsóknir benda til þess að í samþykktarkosningu veljist sá frambjóðandi sem einna mest eining ríkir um. lEnn betri er aðferð aðal- og varavals. Kjósandinn merkir við þann frambjóðanda sem hann helstan kýs, og við annan til vara. Fyrst eru talin saman atkvæði að aðalvali kjósenda. Nái þá einhver meirihlutafylgi er hann rétt kjörinn forseti Íslands. Ef ekki, kemur sá frambjóðandi sem fær fæst aðalatkvæði ekki lengur til greina. Atkvæði hans færast til hinna frambjóðendanna í samræmi við varaval hvers kjósanda og þá sem aðalvalsatkvæði. Þetta er svo endurtekið þar til fundinn er sá eini sem nær meirihluta þeirra atkvæða sem enn eru gild. Hann hefur þannig hlotið „flest atkvæði“. Lesa má um aðferðina og langa reynslu af henni á Írlandi á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=264. Vitaskuld þarf að gaumgæfa hvort að ofangreindar aðferðir séu í samræmi við stjórnarskrá. Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti forsetakjörs og ætti því að bera skylda til að upplýsa Alþingi um stjórnarskrárlögmæti ráðgerðra lagaákvæða í þessu efni. Fyrir slíku er fordæmi. (Stjórnlagaráð tók á vanda af þessu tagi með því að leggja til skipan Lögréttu.) Þyki lagabreyting ófær ættu lýðræðisunnendur að taka sig saman um að efna til vandaðrar skoðanakönnunar á hug kjósenda til frambjóðenda. Best færi á því að kjósendur yrðu spurðir bæði um aðal- og varaósk þeirra. Niðurstaðan gæti orðið leiðbeinandi, bæði frambjóðendum, sem kynnu að draga sig í hlé, en líka kjósendum sem sæju hvaða frambjóðendur kæmu helst til greina. En þetta er þrautaleið. Æskilegast væri að sjálft fyrirkomulag kosninganna væri slíkt að atkvæði kjósenda dagi ekki uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda. Hætt er við því að margir fórni höndum og láti hjá líða að kjósa. Enn verra er að forseti kynni að verða valinn með litlum stuðningi kjósenda, e.t.v. um 15% þeirra sem þátt taka í kosningunni, og enn lægra hlutfalli kosningabærra manna. Ákvæði stjórnarskrárinnar mæla fyrir um að „[s]á, sem flest fær atkvæði […] er rétt kjörinn forseti.“ Lögin, sem útfæra þetta nánar, veita kjósendum það verkfæri eitt að merkja með einum krossi. Þessi aðferð kallast meirihlutakosning – sem getur reynst hreinasta öfugmæli. Margoft hefur verið bent á nauðsyn þess að breyta ákvæðunum og taka upp aðferð sem geri það líklegt að kjörinn forseti njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Greinarhöfundur hefur skrifað um þetta blaðagreinar og sent stjórnarskrárnefnd þeirri sem skipuð var 2005 ítarlegt erindi þar um. Og vitaskuld tók stjórnlagaráðið, sem starfaði sumarið 2011, á málinu – en ekkert hefur gerst.Hvað er til ráða? Stjórnarskránni verður vart breytt fyrir kosningarnar. En spyrja má hvort stjórnarskrárákvæðið sé svo þröngt að ekki megi kanna hug kjósenda nánar en með einum krossi? Að vísu kemur fram í umfjöllun um málið á Alþingi 1944 að einföld meirihlutakosning hafi þá verið höfð í huga enda sé það gert í trausti þess, eins og segir í nefndaráliti, að „þjóðinni takist að fylkja sér þannig um forsetaefni að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram.“ Jafnframt skiptir máli að þeir 1.500 meðmælendur, sem krafist er í stjórnarskránni frá 1944, voru þá ríflega þrefalt hærra hlutfall kjósenda en nú. Það verður því að nýta svigrúm stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir að forsetakosningarnar verði markleysa. Enn er tóm til að breyta kosningalögum í því skyni. Benda má á betri aðferðir sem ættu að rúmast innan ákvæða stjórnarskrárinnar: Nefna má svokallaða samþykktarkosningu þar sem kjósandi fær að krossa við alla þá sem hann treystir til að gegna embættinu. Allt eins og í einfaldri meirihlutakosningu nær sá kjöri „sem flest fær atkvæði“ svo að vitnað sé í stjórnarskrárákvæðið. Rannsóknir benda til þess að í samþykktarkosningu veljist sá frambjóðandi sem einna mest eining ríkir um. lEnn betri er aðferð aðal- og varavals. Kjósandinn merkir við þann frambjóðanda sem hann helstan kýs, og við annan til vara. Fyrst eru talin saman atkvæði að aðalvali kjósenda. Nái þá einhver meirihlutafylgi er hann rétt kjörinn forseti Íslands. Ef ekki, kemur sá frambjóðandi sem fær fæst aðalatkvæði ekki lengur til greina. Atkvæði hans færast til hinna frambjóðendanna í samræmi við varaval hvers kjósanda og þá sem aðalvalsatkvæði. Þetta er svo endurtekið þar til fundinn er sá eini sem nær meirihluta þeirra atkvæða sem enn eru gild. Hann hefur þannig hlotið „flest atkvæði“. Lesa má um aðferðina og langa reynslu af henni á Írlandi á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=264. Vitaskuld þarf að gaumgæfa hvort að ofangreindar aðferðir séu í samræmi við stjórnarskrá. Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti forsetakjörs og ætti því að bera skylda til að upplýsa Alþingi um stjórnarskrárlögmæti ráðgerðra lagaákvæða í þessu efni. Fyrir slíku er fordæmi. (Stjórnlagaráð tók á vanda af þessu tagi með því að leggja til skipan Lögréttu.) Þyki lagabreyting ófær ættu lýðræðisunnendur að taka sig saman um að efna til vandaðrar skoðanakönnunar á hug kjósenda til frambjóðenda. Best færi á því að kjósendur yrðu spurðir bæði um aðal- og varaósk þeirra. Niðurstaðan gæti orðið leiðbeinandi, bæði frambjóðendum, sem kynnu að draga sig í hlé, en líka kjósendum sem sæju hvaða frambjóðendur kæmu helst til greina. En þetta er þrautaleið. Æskilegast væri að sjálft fyrirkomulag kosninganna væri slíkt að atkvæði kjósenda dagi ekki uppi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun